Þórir ráðinn fréttastjóri

Aðskilnaður Fréttablaðsins frá 365, þ.e. Stöð 2, Bylgjunni  og Vísi er smá saman að taka á sig mynd og enn eitt skrefið var stigið þegar Þórir Guðmundsson, sem verið hefur forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík var ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Þórir tekur við af Kristínu Þorsteinsdóttur.  Þórir hefur MA próf í alþjóðlegum samskiptum frá Boston University og BA gráðu í blaða- og fréttamennsku frá Kansas.  Hann er vel kunnur fréttamenskunni en hann var áður fréttamaður á Stöð 2 fyrst frá 1986-1999 og svo aftur frá 2005- 2008

 Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Starfsmönnum fréttastofunnar var greint frá ráðningu Þóris í morgun.

Sjá einnig hér