Þversögn: Nettímarit sem aðeins er hægt að lesa með því að aftengjast netinu

 Það hljómar óneitanlega sérkennilega að nú í febrúar hóf göngu sína tímarit á netinu sem er stútfullt af efni sem aðeins er hægt að skoða ef þú aftengir þig netinu!  En þetta er nú engu að síður tilfellið og tímaritið er gefið út í BNA og heitir „The Disconnect“ (hvað annað!?).  Stofnandi þessa rits er maður að nafni Chris Bolin og segir hann að þversögn af þessu tagi hafi einmitt verið það sem hann sóttist eftir að draga fram með því að setja tímaritið á fót. Með þessu er athyglinni beint að sambandi okkar við tæknina, en það er einmitt þemað í þessu blaði.

Þegar menn fara fyrst inn á síðu tímaritsins birtist upphafssíða sem líkist um margt hefðbundnu veftímariti. En þar er líka bleikur borði sem segir að men verði að aftengjast internetinu til að geta lesið blaðið! Og það er tilfellið – að þegar aftengt hefur verið birtist ýmis konar efni um samband manns og tækni, bæði greinar, fréttir og ljóð.

The Disconnect