Þýskaland: Góð blaðamennska kostar!

Frá aðgerðum við eina af ARD stöðvunum sl. miðvikudag.
Frá aðgerðum við eina af ARD stöðvunum sl. miðvikudag.

Tvö helstu félög blaðamanna í Þýskalandi, DJV og DJJU hafa gripið til aðgerða til að leggja áherslu á kröfur sínar í yfirstandand samningaviðræðum milli blaðamanna og viðsemjenda á ríkisstöðinni ARD.  Var meðal annars gripið til vinnustöðvunar við ýmsar ARD stöðvar í landinu sl. miðvikudag, en slíkt er fáheyrt. Evrópusamband blaðamanna hefur sent þýskum félögum sínum stuðningskveðjur, en talsvert ber á milli aðila.  Haft er eftir Frank Überall  formanni DJV að brýnt sé að blaðamenn standi saman og sýni vinnuveitendum að góð blaðamennska kosti peninga og að verði ekki fallist á sparnaðaraðgerðir hjá ríkismiðlinum ARD ef þær verði á kostnað blaðamanna.

Sjá einnig hér og hér