Tilhögun atkvæðagreiðslu um kjarasamning

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins hófst klukkan 09.00 og stendur til klukkan 17.00. og fer á milli vinnustaða um morguninn, en verður eftir hádegið í húsnæði félagsins að Síðumúla 23.  Kjörfundur hefst klukkan 09.30 á Fréttablaðinu, 10.30 á Sýn, 11.30 á RÚV og 12.30 á Morgunblaðinu.  Frá klukkan 14 til 17 verður kjörfundur í húsnæði félagsins í Síðumúla 23, 3. hæð.  Atkvæðisrétt hafa þeir félagsmenn sem taka kjör samkvæmt kjarasamningnum.  Tæplega 380 manns eru á kjörskrá og þarf þáttaka að vera 20% samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur til þess að niðurstaðan sé bindnandi.