Tilkynnt um Blaðamannaverðlaun í beinu streymi

Vegna nýrra sóttvarnarreglna er nauðsynlegt að breyta áformum um hvernig kunngert er um vinningshafa Blaðamannaverðlauna BÍ á morgun, föstudag. Í stað hefðbundinnar afhendingar í húsakynnum BÍ verður athöfninni streymt og verður þar tilkynnt um sigurvegara í hverjum flokki fyrir sig.  Streymið og athöfnin hefst kl 17.00 og fá sigurvegarar síðan afhenta verðlaunagripina síðar. Nöfn sigurvegara verða birt hér á heimasíðunni að athöfninni lokinni.

Slóð á streymið er:    https://livestream.com/luxor/bladamannafelag