Tilnefningar til Calving verðlaunanna

Verðlaunin eru kennd við blaðamanninn Henrik Cavling (1858-1933) og voru veitt í fyrsta sinn 1944.
Verðlaunin eru kennd við blaðamanninn Henrik Cavling (1858-1933) og voru veitt í fyrsta sinn 1944.

Tilnefningar liggja nú fyrir vegna dönsku blaðamannaverðlaunanna sem kennd eru við Cavling. Þetta eru  helstu blaðamannaverðlaun Danmerkur, veitt af danska blaðamannasambandinu. Cavling-verðlaunin eru veitt árlega til blaðamanns eða hóps blaðamanna sem taldir eru hafa staðið sig sérstaklega vel. Þau eru kennd við blaðamanninn Henrik Cavling (1858-1933) og voru veitt í fyrsta sinn 1944.

Tilnefningar eru þessar:

Í fyrsta lagi voru þær Sandra Brovall, Frauke Giebner hjá Politiken, ásamt Amalie Kønigsfeldt, Cecilie Frydenlund og Peter Vesterlund hjá TV2/Impact TV tilnefnd fyrir að upplýsa um kerfisbundna kynferðislega misnotkun gegn börnum sem léku í kvikmyndum á sjöunda áratugnum.

Í öðru lagi eru þau Eva Jung, Simon Bendtsen og Michael Lund hjá Berlingske tilnefnd fyrir fréttir sínar af peningaþvætti Danske Bank en upplýsingar þar um hafa kostað stjórnendur bankans störfin og alþjóðleg rannsókn stendur nú yfir á starfsemi bankans.

Í þriðja lagi var Jesper Tynell, hjá P1 Orientering, DR tilnefndur fyrir að hafa með þolinmæði rannsakað og afhjúpað að opinber rannsóknarnefnd (Tibet-kommissionen) fékk ekki þau gögn sem hún átti að hafa tiltæk við rannsókn sína. Það hefur meðal annars leitt til endurupptöku málsins.