Tilnefningarfrestur Blaðamannaverðlauna til 1. febrúar

Verðlaunanefnd Blaðamannaverðlauna BÍ óskar eftir tilnefningum til verðlauna fyrir árið 2019, en verðlaunin verða veitt í 17. skipti þann 6. mars næstkomandi. Tilnefningar dómnefndar verða kynntar viku fyrir afhendingu en skilafrestur tilnefninga til dómnefndar er kl. 12 á hádegi laugardaginn 1. febrúar 2020.

Eins og síðustu ár verða verðlaunin veitt í fjórum flokkum:

  • Besta umfjöllun ársins 2019
  • Viðtal ársins 2019
  • Rannsóknarblaðamennska ársins 2019
  • Blaðamannaverðlaun ársins 2019

Hægt er að senda inn tilnefningar til verðlaunanna til skrifstofu Blaðamannafélagsins í Síðumúla  23 á auglýstum skrifstofutíma ásamt gögnum með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Jafnframt er hægt að senda tilnefningar inn rafrænt með hnappi sem er hér til hægri á forsíðu vefsins.

Tilnefningar dómnefndar verða gerðar kunnar föstudaginn 28. febrúar. Viku síðar, þann 6. mars, verða verðlaunin sjálf afhent.

Sjá reglugerð um Blaðamannaverðlaun BÍ.