Tveir í framboði til formanns

Frestur til að tilkynna framboð til formanns BÍ rann út í gærkvöldi. Tvö framboð bárust, frá Heimi Má Péturssyni á Stöð 2 og Sigríði Dögg Auðunsdóttur á RÚV. Kosið verður milli þeirra á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 29. apríl. Enn hefur fyrirkomilag kosninga og hugsanleg kynning frambjóðenda ekki verið ákveðin en kjörnefnd félagsins mun fjalla um það fyrir og um helgina