Tyrkland: Fangelsar flesta blaðamenn

Samkvæmt árlegri skýrslu Committee to Protect Journalists (CPJ) þá voru 251 blaðamenn handtekin á sí…
Samkvæmt árlegri skýrslu Committee to Protect Journalists (CPJ) þá voru 251 blaðamenn handtekin á síðasta ári.

Þriðja árið í röð fangelsar Tyrkland flesta blaðamenn í heiminum. Samkvæmt árlegri skýrslu Committee to Protect Journalists (CPJ) þá voru 251 blaðamenn handtekin á síðasta ári. Í Kína, Egyptalandi og Saudi-Arabíu fjölgaði handtökum en þrátt fyrir það eru flestar handtökur blaðamanna sem fyrr í Tyrklandi. Tyrkland, Kína og Egyptaland bera ábyrgð á helmingi þeirra handtekinna blaðamanna sem nú er að finna í heiminum. Samantektin birtist í desember síðastliðnum en óhætt er að segja að heldur hafi hallað á Tyrki síðan. Þrátt fyrir að Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tykklands, hefi verið harður gagnrýnandi morðsins á Jamal Khashoggi, pistlahöfundi Washington Post,  í Istanbul þá slakar hann ekkert á á heimavelli. CPJ telur að í það minnsta 68 blaðamenn hafi verið fangelsaðir í Tyrklandi á síðasta ári.

Í flestum tilfellum (um 70% tilfella) eru handtökur og fangelsanir blaðamanna byggðar á því að þeir stefni hagsmunum viðkomandi ríkis í hættu eða starfi með samtökum sem annað hvort eru bönnuð eða skilgreind sem hryðjuverkasamtök. Mjög ramt kveður að því í Tyrklandi að blaðamenn séu ásakaðir um að tengjast hryðjuverkasamtökum.

Í Kína voru 47 blaðamenn í haldi þegar skýrslan birtist og tengjast handtökur oft umfjöllun um minnihlutahópa svo sem Uighur-þjóðina sem byggir Xinjiang-hérað í norðvesturhluta Kína. Þar vilja þeir stofna sjálfstætt ríki, sem skýrir hvers vegna kínversk stjórnvöld hafa beitt þá og þá er um þá fjalla jafn miklu harðræði og raun ber vitni.