Umfjöllun um Hugarafl ekki brot

Siðanefnd hefur fellt úrskurð í máli Hugafls gegn Stöð2, visi.is og Frosta Logasyni vegna umfjöllunar sem birtist þann 20. september í Íslandi í dag um notanda þjónustu Hugarafls.  Kærandi, Hugarafl, segir að viðmælandi þáttarins hafi sakaði stjórnendur Hugarafls um ófaglega og meiðandi framkomu gagnvart notendum og telur að umfjöllunin hafi brotið í bága við 3. gr. siðareglna BÍ.

Siðanefnd kemst að því í niðurstöðu sinni að ekki hafi verið sýnt fram á að kærðu hafi í þessu tilfelli sýnt ónóga aðgát, og teljast kærðu, Stöð2, visor.is og Frosti Logason ekki hafa gerst brotleg við siðareglur BÍ.

Sjá úrskurðinn í heild hér.