Umsóknarfrestir í framhaldsnám í fjölmiðla- og boðskiptafræði nálgast

Athygli félaga í Blaðamannafélagi Íslands er vakin á því að frestur til sækja um meistaranám í blaða- og fréttamennsku - og meistaranám í fjölmiðla- og boðskiptafræðum við HÍ (umsóknarfrestur í HA er 5. júní) rennur 15.apríl næstkomandi. Umsóknarfrestur í Diplómanám er til 5. júní. Sótt er um rafrænt á vef HÍ: http://www.hi.is/adalvefur/umsokn_i_framhaldsnam

Blaða- og fréttamennskunámið <http://www.hi.is/stjornmalafraedideild/blada_og_frettamennska_meistaranam> er hagnýtt nám sem býr fólk undir störf við margskonar miðlun.

Í meistaranámi í fjölmiðla- og boðskiptafræðum er áherslan á að mennta fólk til að rannsaka fjölmiðla og stöðu þeirra í samfélaginu. Þar er einnig í boði 30 eininga Diplómanám:  <http://www.hi.is/stjornmalafraedideild/fjolmidla_og_bodskiptafraedi> Námið er einnig er í boði við Háskólann á Akureyri, en þar er umsóknarfrestur til 5. júní: http://www.unak.is/hugogfelagsvisindasvid/felagsvisindadeild/framhaldsnam_ma_diploma/fjolmidla-og-bodskiptafraedi-ma-diploma

Kynningarbæklingur þar sem báðum námsleiðum er lýst ítarlega:  <http://www.hi.is/sites/default/files/helgash/hi_og_ha_baekl_20_sidur_vef.pdf>

Ekki eru tekin skólagjöld í HÍ en nemendur greiða sn. innritunargjöld kr. 75.000.- fyrir námsárið.

Frekari upplýsingar varðandi HÍ veita Margrét S. Björnsdóttir s. 5254254,
tölvupóstur msb@hi.is um nám í fjölmiðla- og boðskiptafræðum og
Valgerður A. Jóhannsdóttir síma 525-4229, tölvupóstur vaj@hi.is um báðar
námsleiðir,en einkum nám í blaða- og fréttamennsku.


Um nám í fjölmiðla- og boðskiptafræðina frá Háskólanum á Akureyri eru veittar upplýsingar þar. sjá: http://www.unak.is/hugogfelagsvisindasvid/felagsvisindadeild/framhaldsnam_ma_diploma/fjolmidla-og-bodskiptafraedi-ma-diploma  


Yfirlitsbæklingur um allt framhaldsnám Stjórnmálafræðideildar HÍ er á slóðinni: http://www.hi.is/sites/default/files/elva/framhalds_2017-18_stjornmal_web.pdf
og þar eru einnig lýsingar á ofangreindum námsleiðum á bls. 37-51