Uplýsingafundur um framkvæmd verkfalls kl 17:00 í dag!!

Upplýsingafundur um framkvæmd verkfalls verður haldinn klukkan 17 í dag í húsnæði BÍ þar sem svarað verður fyrirspurnum og farið yfir framkvæmd verkfallsins.

Stutta svarið er að EKKERT fer inn á vefinn milli 10 og 14 og ljósmyndarar og tökumenn fara ekki í tökur!

Verktakar vinna ekki, utanfélagsfólk vinnur ekki, fólk í öðrum stéttarfélögum vinnur ekki.

Verkfallið nær ekki til félaga í Félagi fréttamanna á RÚV eða félaga í Rafiðnaðarsambandinu á Sýn.

Förum betur yfir þetta á eftir.

ALLIR VELKOMNIR