Vandræðin við að segja heimsins stærstu frétt

Ný skýrsla Alþjóðlegrar loftslagsnefndar sérfræðinga (IPCC) dregur upp dökka mynd af framtíðinni verði ekki gripið til róttækra aðgerða. Þurrkar, matarskortur, dauði kóralrifja og hækkun yfirborðs sjávar blasa við samkvæmt skýrslunni. Í raun má segja að þarna sér verið að tala um einhverja stærstu frétt allra tíma, enda hefur skýrslan vakið verðskuldaða athygli í vikunni og verið gerð skil í bæði á forsíðum blaða og sjónvarpi. Hins vegar telur fjölmargt áhrifafólk innan fjölmiðlageirans að það gæti reynst erfitt að segja þessa frétt þannig að hún haldi því fréttagildi sem hún ætti að hafa.  Hraði daglegs fréttaflæðis og sífelld krafa um eitthvað nýtt (news cycle), beini athyglinni að núinu og einhverju sem er aðsteðjandi til skemmri tíma á meðan lengri ferli falli einfaldlega ekki að innri rökum fréttaflutnings samtímans. Í athyglisverðri samantekt Peter Vernon  hjá Columbia Journalism Review er lærdómur sögunnar dreginn fram og  samkvæmt honum er ólíklegt  málið nái að halda athygli hefðbundinna fjölmiðla.  Vernon vitnar m.a.  í Alan Rusbridger þáverandi ritstjóra Guardian sem sagði í tengslum við Parísarsamkomulagið árið 2015 um loftslagsmálin að málið væri svo stórt að breytingarnar sjáist illa frá degi til dags. „Blaðamennska  er  frábær í að grípa og segja frá stórum viðburðum eða breytingum sem eru óvenjulegar. Ef hlutirnir hins vegar ganga í grundvallaraatriðum sinn vanagang frá degi til dags, viku til viku og ári til árs, missa blaðamenn áhugann“.

Sjá meira hér