- Félagið
- Faglegt
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Trúnaðarmenn Blaðamannafélags Íslands sóttu trúnaðarmannafræðslu í húsakynnum félagsins í gær, þriðjudaginn 27. ágúst.
Blaðamannafélag Íslands er að þróa fræðsluáætlun fyrir bæði félagsfólk og trúnaðarmenn félagsins og liður í henni er að halda betur utan um hóp trúnaðarmanna með öflugri fræðslu og stuðningi.
Á fyrsta fræðsludegi trúnaðarmanna var farið yfir túlkun og framkvæmd helstu atriða nýrra kjarasamninga og réttindi félagsfólks, auk þess sem boðið var upp á námskeið um hlutverk og réttindi trúnaðarmanna á vinnustöðum, samskipti við samstarfsmenn o.fl.
Trúnaðarmenn Blaðamannafélags Íslands eru kosnir af félagsmönnum á vinnustöðum og gegna því mikilvæga hlutverki að vera tengiliður milli félagsmanna á vinnustað og atvinnurekenda annars vegar og milli félagsmanna og stéttarfélags hins vegar.
Við þökkum trúnaðarmönnum kærlega fyrir samveruna.