Viðvörunarljós blikka!

Lára V Júlíusdóttir lögfræðingur og sérfræðingur á sviði vinnuréttar sagði í kvöldfréttum Sjónvarps RÚV í gær að niðurstaða félagsdóms í máli BÍ gegn Árvakri sé fordæmisgefandi enda hafi ekki verið úrskurðað sérstaklega áður að verktakar geti gengið í störf launþega í verkfalli. Hún segir niðurstöðuna líklega til að hvetja til þess að fyrirtæki reyni að stofna til verktakasamninga þegar fólk er ráðið til vinnu frekar en að um launþegasamband verði að ræða til þess að komast hjá áhrifum verkfalla. Telur hún þó ekki að dómurinn muni hafa áhrif á kjarabaráttu annarra stétta en segir að ákveðin viðvörunarljós blikki og að verkalýðshreyfingin þurfi að vera á varðbergi þegar kemur að verktöku.

Sjá frétt RÚV hér