EFJ: Vill að Mannréttindaráð Sþ fjalli um Tyrkland

Ísland á sæti í Mannréttindaráði Sþ.   (Mynd: Utanríkisráðuneytið)
Ísland á sæti í Mannréttindaráði Sþ. (Mynd: Utanríkisráðuneytið)

Evrópusamband blaðamanna ásamt fleiri samtökum sem láta sig mannréttindamál varða hefur sent Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna erindi þar sem óskað er eftir að ráðið taki til meðferðar það ófremdarástand sem ríkir varðandi tjáningarfrelsi í Tyrklandi. Í erindinu segir m.a. að ráðið sé hvatt til þess að taka til meðferðar  kúgun og  aðför að tjáningarfrelsi í Tyrklandi og að “ráðið megi ekki halda áfram að hunsa óskammfeilin brot Tyrklands á alþjóðlegum skyldum og skuldbindingum á sviði mannréttinda.”

Ísland var kjörið í Mannréttindaráðið á síðasta ári og hefur m.a. beitt sér þar í málefnum Filippseyja. Eftir kosningu Íslands í ráðið sagði Guðlaugur Þór Þórðarson ma.: „Hlutverk mannréttindaráðsins er að efla og vernda mannréttindi í aðildarríkjum SÞ og Ísland mun ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum.“  Framundan er 42. reglulegi fundur ráðsins og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls þar og viðbrögðum Íslands.

Sjá einnig hér