Viltu vera með í áhugaverðu umhverfisverkefni

Á vegum verkefnisiins "Nordic bridges" sem hluti af norrænu samstarfi er ungum  norrænum og kanadískum blaðamönnum er nú boðið að sækja um að taka þátt í nýju samstarfsverkefni um umhverfisblaðamennsku.

Samstarfsverkefnið er opið blaðamönnum og upprennandi blaðamönnum af öllum gerðum miðla og eru rithöfundar, vídeólistafólk, ljósmyndarar, framleiðendur og stjórnendur hlaðvarpa hvattir til að sækja um.

Umsóknarfrestur rann út 23. apríl sl. en ákveðið hefur verið að lengja umsóknarfrestinn um nokkra daga. Verkefnið hefst í júní 2021 og stendur út árið 2022.

Frekari upplýsingar á íslensku má nálgast hér og enn frekari upplýsingar hér

Umsóknarform má nálgast hér:  https://form.jotform.com/210354767770258