Fréttir

Auglýst eftir fréttamanni á RÚV

Auglýst eftir fréttamanni á RÚV

Fréttastofan leitar að öflugum fréttamanni í fullt starf á vöktum í starfsstöð RÚV í Reykjavík. Í starfinu felst að afla frétta og miðla þeim, í útvarpi, sjónvarpi og á www.ruv.is.
Lesa meira
Fréttamynd ársins 2020. Myndina tók Kristinn Magnússon af bruna í íbúðarhúsnæði á horni Bræðraborgar…

Myndmál fjölmiðla

Norræna endurmenntunarstofnun blaðamanna, NJC, í samvinnu við Blaðamannafélag Íslands býður upp á einstakt námskeið í myndmáli fjölmiðla dagana 26.-27.febrúar næstkomand
Lesa meira
Kristinn Hrafnsson: „Áfall fyrir blaðamennsku í heiminum“

Kristinn Hrafnsson: „Áfall fyrir blaðamennsku í heiminum“

Rit­stjóri Wiki­Leaks, segir niðurstöðu áfrýjunardómstóls í Bretlandi í máli Julian Assange í morgun, áfall fyrir Assange og fjölskyldu, „en einnig áfall fyrir blaðamennsku í heiminum.“ Fjölmörg samtök hafa lýst áhyggjum af ákvörðuninni, svo sem Amnesty International og bresku blaðamannasamtökin NUJ, sem segja niðurstöðuna högg fyrir tjáningarfrelsið.
Lesa meira
Úrskurður gegn Assange aðför að tjáningarfrelsinu

Úrskurður gegn Assange aðför að tjáningarfrelsinu

Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir vonbrigðum og áhyggjum af úrskurði áfrýjunardómstóls í Bretlandi sem komst að þeirri niðurstöðu í morgun að heimilt yrði að framselja blaðamanninn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, til Bandaríkjanna.
Lesa meira
BÍ hvetur fjárlaganefnd til þess að draga ekki úr styrkjum til einkarekinna miðla

BÍ hvetur fjárlaganefnd til þess að draga ekki úr styrkjum til einkarekinna miðla

Blaðamannafélag Íslands hefur sent inn athugasemdir til fjárlaganefndar Alþingis um að í fjárlagafrumvarpi ársins 2022 skuli vera gerð 2% aðhaldskrafa á styrki til einkarekinna fjölmiðla sem gerir það að verkum að þeir lækka um 8 milljónir. Á sama tíma er aukning á framlögum til Ríkisútvarpsins um 420 milljónir, sem er hærri upphæð en varið er samanlagt til styrkja allra einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. BÍ fagnar því að auknu fé sé varið til fjölmiðla og gerir ekki athugsemdir við aukningu til RÚV, heldur hvetur nefndarmenn til þess að hækka styrki til einkarekinna fjölmiðla í samræmi við hækkun framlags til RÚV, um 8 %. Í stað þess að skerða styrki um 8 milljónir yrðu þeir auknir um 30 milljónir.
Lesa meira
NJC: Námskeið í nýsköpun í stafrænni fjölmiðlun

NJC: Námskeið í nýsköpun í stafrænni fjölmiðlun

Nú stendur yfir hjá Norræna blaðamannaskólanum í Árósum, NJC, undirbúningur á áhugaverðu námskeiði í nýsköpun í starfrænni fjölmiðlun.
Lesa meira
Umfjöllun um Hugarafl ekki brot

Umfjöllun um Hugarafl ekki brot

Siðanefnd hefur fellt úrskurð í máli Hugafls geng Stöð2, visi.is og Frosta Logasyni vegna umfjöllunar sem birtist þann 20. september í Íslandi í dag um notanda þjónustu Hugarafls .
Lesa meira
Bréf til formanna ríkisstjórnarflokkanna

Bréf til formanna ríkisstjórnarflokkanna

Blaðamannafélag Íslands hefur sent bréf á formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, sem nú eru í stjórnarmyndunarviðræðum, þar sem þau eru hvött til þess að í stjórnarsáttmála verði sett ákvæði um að tryggja skuli að á Íslandi fáist þrifist frjálsir, sjálfstæðir og óháðir fjölmiðlar. Þeim er bent á aðgerðir sem Blaðamannafélagið telur nauðsynlegt að grípa til, til þess að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla. Bréfið er svohljóðandi:
Lesa meira
Blaðamennirnir Maria Ressa frá Filippseyjum og Dmitry Muratov eru friðarverðlaunahafar Nóbels 2021.

Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels

Blaðamennirnir Maria Ressa og Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaunum Nóbels í ár fyrir framlag sitt til verndar tjáningarfrelsinu. Í tilkynningu frá Nóbelsverðlaunanefndinni segir að tjáningarfrelsið sé grundvöllur lýðræðisins og forsenda friðar og hljóta Ressa og Muratov verðlaunin fyrir kjarkmikla baráttu sína fyrir tjáningarfrelsinu í heimalöndum sínum, Filippseyjum og Rússlandi.
Lesa meira
Fundir málefnahópa BÍ 4.-7. október

Fundir málefnahópa BÍ 4.-7. október

Blaðamannafélag Íslands boðar til funda málefnahópa vikuna 4.-7. október. Fundirnir verða haldnir klukkan 20 í sal BÍ, Síðumúla 23. Stofnaðir hafa verið málefnahópar í því skyni að efla faglegt starf, jafnt inn á við sem út á við. Óskum við hér með eftir áhugasömu fólki til að taka þátt í því starfi og hvetjum sem flesta til að mæta. Meðal þeirra málefnahópa sem stofnað hefur verið til er ritstjórn press.is, hópur sem vinna á að endurskoðun siðareglna, hópur um viðburði og kynningarmál og loks hópur sem fjallar um framtíð félagsins.
Lesa meira