Fréttir

Torben Schou
Tilkynning

"TV storytelling" með Torben Schou

Í haust gefst íslenskum blaðamönnum tækifæri til að setjast á námskeið með einum af reyndasta sjónvarpsmanni Danmerkur, Torben Schou.  Námskeiðið heitir frásögn í sjónvarpi (TV-storytelling) og verður haldið í Reykjavík dagana 15. og 16. október. Þar miðlar Torben Schou af reynslu sinni á sviði  gerða heimildamynda, frétta, íþrótta og skemmtunar fyrir sjónvarp.  Það er Norræni blaðamannaskólinn NJC sem býður þessi námskeið. (Endurmenntunarsjóður Blaðamannafélagins veitir styrki til félagsmanna vegna þessa námskeiðs).   Staður fyrir námskeiðið verður tilkynntur síðar.    Aðgangur er takmarkaður á námskeiðið og allar nánari upplýsingar veitir Sigrún Stefánsdóttir, sviðsforseti hug- og félagsvísindadeildar HA og umsóknir um setu á námskeiðinu ættu einnig að berast til hennar. Sigrún hefur netfangið sigruns@unak.is  
Lesa meira
Vinnustofa um rannsóknarblaðamennsku fyrir unga blaðamenn
Tilkynning

Vinnustofa um rannsóknarblaðamennsku fyrir unga blaðamenn

Auglýst hefur verið vinnustofa (worhshop) á vegum M100 Young European Journalists fyrir blaðamenn á aldrinum 18 - 26 ára.  Á vinnustofunni verður farið í bæði fræðileg og praktísk atriði varðandi vinnubrögð í blaðamennsku og stefnt að því að byggja upp og styrkja tengslanet blaðamanna. Í ár er viðfangsefnið rannsóknarblaðamennska, tilgangur, tækni og áskoranir.  Vinnustofan fer fram í Potsdam í Þýskalandi í haust, og stendur frá  9 -16 september.     Þeir sem samþykktir eru til þátttöku fá styrk fyrir kostnaði við ferðir og uppihald en umsóknir fara í gegnum eftirfarandi slóð:   http://m100potsdam.org/en/m100-en/youth-media-workshop/yej2016/application-calll.html 
Lesa meira
Dr. Emma Briant
Tilkynning

Áróðursstríð gegn hryðjuverkum

„Áróðursstríð gegn hryðjuverkum: Tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa áhrif á fréttaflutning og almenningsálitið“ er yfirskrift opins fundar sem haldinn verður miðvikudaginn 4. maí kl. 12:00-13:00 í HT-101 (Háskólatorg) við Háskóla Íslands. Um er að ræða fyrirlestur þar sem Dr. Emma Briant fjallar um tilraunir bandarískra stjórnvalda í kjölfar hryðjuverkanna 11. september til að móta og hafa áhrif á umfjöllun fjölmiðla um baráttu þeirra í svonefndu stríði gegn hryðjuverkum. Í fyrirlestrinum mun hún m.a. vísa til viðtala sem hún hefur átt við háttsetta heimildamenn innan bandaríska stjórnkerfisins, hermálayfirvalda og öryggisþjónustunnar, auk viðtala við blaðamenn og almannatengslafulltrúa, sem varpa ljósi á tilraunir bandarískra yfirvalda til að hafa áhrif á fréttaflutning fjölmiðla og almenningsálitið. Fundurinn er á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við meistara- og diplómanám í fjölmiðla- og boðskiptafræði og meistaranám í blaða- og fréttamennsku. Dr. Emma Briant er lektor í blaðamennskufræðum við Háskólann í Sheffield.  Hún er höfundur bókarinnar Propaganda and Counterterrorism: Strategies for Global Change, sem kom út árið 2014 og meðhöfundur bókarinnar Bad News for Refugees (2013). Dr. Briant hefur birt fjölda greina í virtum ritrýndum tímaritum á undanförnum árum. Fundarstjóri: Ragnar Karlsson, aðjúnkt og verkefnastjóri meistara- og diplómanáms í fjölmiðla og boðskiptafræðum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.  Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn.   Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Lesa meira
Norræn kvikmyndahátíð: Facebookistan
Tilkynning

Norræn kvikmyndahátíð: Facebookistan

 Sænska sendiráðið langar að benda félagsmönnum Blaðamannafélagsins á dönsku myndina Facebookistan sem sýnd er á Norrænu kvikmyndahátíðinni. Myndin var sýnt í gær og skapaðist töluverð umræða meðal gesta á eftir. Næsta tækifæri að sjá myndina er á morgun, föstudag kl. 18:00. Ókeypis er á myndina og hún er sýnd í Norræna húsinu.   Facebookistan er ný heimildarmynd sem setur samskiptamiðilinn Facebook undir smásjánna. Í myndinni skoðar Gottschau meðal annars lögin sem samskiptamiðillinn byggir á og völdin sem hann hefur yfir persónulegum upplýsingum og tjáningarfrelsi. Eftir sýningu myndarinnar verða umræður með leikstjórann Jakob Gottschau og Baldvini Þór Bergssyni fréttamanni á Rúv/ KASTLJÓS. Áhugaverð heimildamynd hér á ferð. Nánari upplýsingar að finna hér: http://nordichouse.is/is/event/facebookistan-nordic-film-festival-2/  
Lesa meira
Aðalfundur 28. april
Tilkynning

Aðalfundur 28. april

Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2016 verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl n.k. að Síðumúla 23 3. hæð, 108 Reykjavík þar sem félagið er til húsa og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00 Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörf  Skýrslur frá starfsnefndum  Kosningar*  Lagabreytingar  Önnur mál BÍ-félagar eru hvattir til að mæta    *Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund.  
Lesa meira
Hringferð: Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum
Tilkynning

Hringferð: Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum

Með hvaða hætti fjalla fjölmiðlar um áfengi og önnur vímuefni? Hvernig geta rannsakendur og fjölmiðlafólk bætt samskipti sín í milli og umfjöllun í fjölmiðlum um vímuefni? Hvaða heimildum er treystandi? Þetta er umræðuefni málþings sem Norræna velferðarmiðstöðin, sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina, stendur fyrir á Íslandi 8. mars 2016. Málstofan er hluti af hringferð Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar undir yfirskriftinni „Misnotkun staðreynda? Áfengi og önnur vímuefni í fjölmiðlum“ (Missbruk av Fakta? Alkohol och droger i medierna) sem verður haldin að þessu sinni í Reykjavík. Fagfólk fer fyrir yfir góð dæmi og önnur síðri um umfjöllum um áfengi og önnur vímuefni. Sem dæmi má nefna hvernig íslenskir fjölmiðlar fjalla um hvort einkasala ríkisins á áfengi eigi rétt á sér eða ekki. Hvernig getum við forðast slagsíðu í umfjöllun fjölmiðlanna? Allir eru velkomnir á málstofuna þriðjudaginn 8. mars, klukkan 9.30 –12.00 í Norræna húsinu, Sturlugötu 5, Reykjavík.   Málstofan fer fram á íslensku og er aðgangur ókeypis.  Vinsamlegast skráið ykkur á málstofuna: REGISTRATION   Drög að dagskrá 9.30 –10.00 Morgunmatur 10.00-10.15 Setning málstofu, Jessica Gustafsson, upplýsingafulltrúi, Nordens Välfärdscenter Fundarstjóri: Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður á mbl.is 10.15 –10.30 Vínbúðin í fjölmiðlum, Rafn M Jónsson, Verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna, Embætti landlæknis 10.30 –11.30 PallborðsumræðurRafn M Jónsson, Verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna, Embætti landlæknis Ólöf Skaftadóttir, blaðamaður, Fréttablaðið Jóna Margrét Ólafsdóttir, Aðjunkt í félagsráðgjafardeild, Háskóla Íslands Aðrir þátttakendur tilkynntir síðar Frekari upplýsingar:Jessica Gustafsson upplýsingafulltrúi, sími +358 40 060 5752, netfang: jessica.gustafsson@nordicwelfare.org     
Lesa meira
Jafnréttisþing: Fjölmiðlar og konur
Tilkynning

Jafnréttisþing: Fjölmiðlar og konur

Á miðvikudaginn verður haldið Jafnréttisþingi 2015 og  verður þar lögð áhersla á stöðu kvenna og kynjaðar birtingarmyndir á opinberum vettvangi. Þingið er haldið á Hilton Nordica hóteli í Reykjaví og stendur frá því kl. 8.30 – 16.45.  Þeir sem vilja mæta þurfa að skrá sig á http://asp.artegis.com/jafnretti Markmiðið er að varpa ljósi á ólíka stöðu kvenna og karla í fjölmiðlum og kvikmyndum annars vegar og hins vegar að fjalla um umfang og eðli kynbundinnar hatursorðræðu. Jafnréttisþingið er haldið á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi og markar upphaf 16 daga átaksins sem lýkur 10. desember á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Aðalfyrirlesarar þingsins eru Maria Edström, lektor við Fjölmiðladeild Háskólans í Gautaborg og verkefnisstjóri Nordicom–verkefnis Norrænu ráðherranefndarinnar um aukið jafnrétti í fjölmiðlum, og Anna Serner, forstöðumaður sænsku kvikmyndamiðstöðvarinnar. Kynntar verða niðurstöður nýrra rannsókna um hlut kvenna og karla í íslenskum fjölmiðlum.  Jafnréttisþing er að þessu sinni haldið í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og fjölmiðlanefnd. Þingstjóri verður Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. Fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs verður veitt að lokinni dagskrá þingsins. Á jafnréttisþingi leggur félags- og húsnæðismálaráðherra fram skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála 2013–2015. Hlutverk þingsins er að efna til umræðu milli stjórnvalda og þjóðar um málefni kynjajafnréttis og gefa áhugasömum kost á að hafa áhrif á stefnumótun í jafnréttismálum. Jafnréttisþing er öllum opið og aðgangur ókeypis en boðið verður upp á hádegsiverð gegn vægu gjaldi.
Lesa meira
Starfsáætlun stjórnar 2015-2016
Tilkynning

Starfsáætlun stjórnar 2015-2016

Á fundi stjórnar Blaðamannafélagsins fyrr í dag fór fram umræða um þau helstu verkefni sem stjórnin vill beita sér fyrir á næstunni, þ.e. það sem eftir er af árinu 2015 og á árinu 2016.  Stjórn skilgreindi sérstakan verkefnalista eða starfsáætlun sem tekur til hinna ýmsu þátta í starfsemi félagsins og  stefnt er á að hrinda í framkvæmd. Hér á eftir er þessi verkefnalisti/starfsáætlun birt:    Starfsáætlun stjórnar 2015-2016   Nýir kjarasamningar eru meginverkefni félagsins á árinu. Kjarasamningar félagsins verði gefnir út ásamt lögum félagsins og reglugerðum sjóða þess. Haldið verði áfram skráningu á einstökum þáttum í sögu félagsins og fram haldið skráningu minja og mynda í eigu þess. Blaðamannaminni, sem er vísir að blaðamannatali hefur verið birt á vef félagsins. Það nær fram til ársins 1960 og verður haldið áfram við skráningu blaðamanna sem hófu störf á tímabilinu 1960-1970. Lokið verði við innréttingar á nýjum fundarsölum í austurenda 3. hæðar Síðumúla 23, sem félagið hefur keypt og lokið við endurbætur á hreinlætis- og eldhúsaðstöðu því tengt. Gefið verði út annað bindi af bókinni Íslenskir blaðamenn sem innifeli viðtöl við blaðamenn sem eru með félagsnúmer 10-20. Kannað verði með útgáfu á úrvali mynda úr fyrstu tíu bókunum af Myndum ársins. Fréttaumfjöllun á heimasíðu félagsins verði áfram aukin um það sem hæst ber í blaðamennsku hér á landi og erlendis. Heimasíðan bjóði upp á allar nýjustu aðferðir sem ný samskiptatækni býður upp á til þess að koma sjónarmiðum félagsins á framfæri út á við og gagnvart félagsmönnum sínum.Félagið stuðli áfram að endurmenntun með öllum tiltækum ráðum, m.a. með þátttöku í ráðstefnuhaldi og með því að halda sérstök endurmenntunarnámskeið um tiltekin efni. Félagið rækti samstarf á alþjóðavettvangi á vegum Alþjóðasambands blaðamanna IFJ, Evrópusambands blaðamanna EFJ og Norræns sambands blaðamanna NFJ og verði vakandi fyrir nýjum áherslum í alþjóðasamstarfi. Lokið verði við að taka saman skrá yfir meiðyrðamál og meiðyrðadóma síðustu 20-25 ára og hún notaður sem grunnur að aframhaldandi starfi félagsins að því að tryggja með öllum ráðum raunverulegt tjáningarfrelsi í landinu. Skráin og dómarnir verði aðgengilegir á heimasíðu félagsins. Geymslur verði byggðar og endurbætur gerðar á útiaðstöðu við bæði orlofshús félagsins í Brekkuskógi. Tekin veri saman skrá yfir fræðilegar ritgerðir sem fjalla um fjölmiðla og blaðamennsku og efni sem skiptir máli sem sem hvað varðar meiðyrði og friðhelgi einkalífs.  
Lesa meira
Blaðamaður með myndavél
Tilkynning

Blaðamaður með myndavél

„Blaðamaður með myndavél“ er heiti sýningar á ljósmyndum Vilborgar Harðardóttur blaðamanns. Sýningin er sett upp í Þjóðminjasafni Íslands með styrk fúr Menningarsjóði Blaðamannafélags Íslands og verður hún opnuð nú á laugardag, 12. september kl. 15.00. Í framhaldinu, eða laugardaginn 3. október munu Rauðsokkur halda málþing til heiðurs Vilborgu Harðardóttur í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins      
Lesa meira
Skilafrestur styttist fyrir tilnefningar fyrir Lorenzo Natali verðlaunin
Tilkynning

Skilafrestur styttist fyrir tilnefningar fyrir Lorenzo Natali verðlaunin

Skilafrestur tilnefninga til hinna alþjóðlegu LorenzoNatali  blaðamannaverðlauna er til 31. ágúst næstkomandi. Það er Framkvæmdastjórn ESB   sem stendur fyrir þessum verðlaunum. Verðlaunin eiga að draga athygli umheimsins að umfjöllun um lýðræði, þróun og mannréttindi í hinum ýmsu heimshlutum og er yfirskrif þeirra fyrir árið 2015 „Umfjöllun dagsins í dag getur breytt morgundeginum“ ('Today's stories can change our tomorrow').  Alls eru veitt verðlaun fyrir ritstjórnarefni frá fimm svæðum auk þess sem veitt verða sérstök stórverðlaun á verðlaunahátíðinni sjálfri í desember.  .  Landsvæðin verlaunaflokkarnir ná til eru: Afríka, Miðausturlönd og Norður Afríka, Asía og Kyrrahafslönd, Evrópa og Rómanska Ameríka. Sjá meira hér  
Lesa meira