Guðmundur G. Hagalín(1898-1986)

Guðmundur Hagalín fæddist í Lokinhömrum við Arnarfjörð. Hann hóf störf við blaðamennsku ungur að árum, fyrst í Reykjavík þar sem hann starfaði við Alþýðublaðið, en fluttist tuttugu og eins árs til Seyðisfjarðar til að taka við ritstjórn á blaðinu Austurlandi og varð síðar ritstjóri Austurfara. Hann fluttist um tíma til Noregs, en sneri sér eftir það alfarið að ritstörfum jafnframt því að hann fluttist til Ísafjarðar og gerðist þar bókavörður og kennari. Síðustu starfsár sín var hann bókafulltrúi ríkisins.