Blaðamannafélag Íslands hefur sent bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þess efnis að ákveði nefndin að taka fyrir mál í tengslum við fjölmiðlaumfjöllun um framferði starfsfólks Samherja á árinu 2021 þurfi nefndin að beina sjónum sínum að viðbrögðum lögreglu í málinu og rannsókn hennar á þeim sex blaðamönnum sem fengu réttarstöðu sakbornings.
Blaðaljósmyndarafélag Íslands, Blaðamannafélag Íslands og Ljósmyndasafn Reykjavíkur boða til opnun sýningar sem og afhendingu verðlauna fyrir myndir ársins 2024 laugardaginn 22. mars kl. 15:00 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Blaðamannafélag Íslands hefur undanfarið aukið faglegt starf t.a.m. með því að standa fyrir öflugri fræðslu og viðburðum um málefni stéttarinnar. Starf Blaðamannafélagsins, rétt eins og flestra annarra stéttar- og fagfélaga, hefur verið frekar höfuðborgarmiðað og þótt flesta þjónustu félagsins sé hægt að nýta rafrænt eða í gegnum síma getur reynst erfitt fyrir félagsmenn utan höfuðborgarsvæðisins að sækja viðburði eins og pressukvöld, námskeið og aðalfund svo eitthvað sé nefnt.