Ólík sýn á hvernig efla eigi blaðamennsku á Íslandi
Formenn níu stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis á morgun, 30. nóvember eru sammála um lykilhlutverk blaðamennsku í lýðræðissamfélögum. Telja þeir að án faglegrar blaðamennsku og öflugra fjölmiðla yrði samfélagið fátæklegra, valdhöfum og fyrirtækjum sýnt minna aðhald og lýðræði og lífsgæði skert. Standa verði vörð um tjáningarfrelsið og tryggja að fjölmiðlar hafi nægt bolmagn til að geta fjallað með óháðum hætti um mikilvæg málefni eftir sínu blaðamannanefi.
Ekki hægt að bæta stöðu einkarekinna fjölmiðla án þess að spyrja spurninga um RÚV
„Alls staðar þar sem að vegið er að fjölmiðlum er lýðræði skert og lífsgæði fara dvínandi í þeim löndum. Þannig að fjölmiðlafrelsi og blaðamennska, þetta eru grundvallarþættir í okkar lýðræðisríki,” segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, ræddi við hann í kjölfar þess að honum var afhent áskorun stjórnar félagsins til eflingar blaðamennsku og fjölmiðla.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar segir vöntun á nýsköpunarstyrkjum tengdum blaðamennsku, sér í lagi rannsóknarblaðamennsku. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, ræddi við hana í kjölfar þess að henni var afhent áskorun stjórnar félagsins til eflingar blaðamennsku og fjölmiðla.
Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, telur sjálfstæða óháoða fjölmiðla gríðarlega mikilvæga lýðræðinu og frjálsum skoðanaskiptum og hefur áhyggjur af vaxandi pólariseringu, skautun og stöðu fjölmiðla á Íslandi. jálfstæðir