Myndir ársins 2022
Myndir ársins, sýning Blaðaljósmyndarafélagsins, var opnuð í sal Ljósmyndasafns Reykjavíkur laugardaginn 29. apríl og stóð til 27. maí. Veitt voru verðlaun í sjö flokkum, en Mynd ársins er eftir Hörð Sveinsson þar sem „daglegt líf er fangað í sinni tærustu mynd,“ eins og segir í umsögn dómnefndar.