- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun & viðurkenningar
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
LÖG DEILDAR MIÐLUNAR OG SAMSKIPTA Í BÍ
1. gr. Nafn og tilgangur
Það félagsfólk Blaðamannafélags Íslands (BÍ) sem starfar að aðalatvinnu við hvers konar samskipti eða miðlun upplýsinga, aðra en blaðamennsku, myndar sérstaka félagsdeild innan BÍ, á grundvelli gr. 5.5. í lögum félagsins. Ákvæði laga BÍ gilda um starfsemi félagsins sé ekki á annan veg mælt í lögum þessum.
Nafn félagsdeildarinnar er Deild miðlunar og samskipta. Tilgangur deildarinnar er að vera faglegur vettvangur fólks sem starfar við hvers kyns miðlun, upplýsingagjöf og samskipti og einnig að vinna að fræðslumálum í þágu félaga deildarinnar.
2. gr. Félagsaðild
Deildin er opin öllum félögum í BÍ sem starfa við hvers konar samskipti eða miðlun upplýsinga, aðra en blaðamennsku, til að mynda sem samskiptastjórar, upplýsingafulltrúar eða almannatenglar fyrir fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök. Einnig er deildin opin sjálfstætt starfandi ráðgjöfum á sama sviði. Skrifstofa BÍ heldur utan um félagaskrá deildarinnar.
3. gr. Stjórn
Stjórn deildar miðlunar og samskipta skal skipuð þremur fulltrúum og þremur til vara, sem kosnir skulu á aðalfundi deildarinnar ár hvert. Aðalfundur kýs formann sérstaklega, en að öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum ritara og gjaldkera. Stjórn kallar saman stjórnarfundi og deildarfundi og stýrir starfi deildarinnar milli aðalfunda í samráði við aðalstjórn BÍ, þegar þurfa þykir.
4. gr. Aðalfundur
Aðalfundur deildarinnar skal haldinn ár hvert. Boðað skal til fundarins með minnst viku fyrirvara. Dagskrá skal auglýst með fundarboði og á vef BÍ. Á aðalfundi skal stjórn kjörin og fjallað um önnur félagsmál sem eru löglega borin fram.
5. gr. Lagabreytingar
Lagabreytingar öðlast því aðeins gildi að þær séu samþykktar með 2/3 hluta atkvæða á aðalfundi. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn viku fyrir aðalfund.
Samþykkt á stofnfundi Deildar miðlunar og samskipta 14. maí 2025