Greiðslur til félagsins

Greiðslur í sjóði fyrir fullgildan félagsmann í B.Í.:

Stéttarfélagsnúmer: 956

Kennitala: 690372-0109

Greiðslur launamanns og launagreiðanda miðast við samningsbundin heildarlaun

Félagsgjald                      1%  
Orlofssjóður                     0,25% 
Endurmenntunarsjóður    0,7% 
Menningarsjóður              1,2
Sjúkrasjóður                    1,0%  

Rafræn móttaka skilagreina fyrir Blaðamannafélag Íslands er möguleg og óskað er eftir að skilgreinar séu sendar rafrænt til félagsins ef mögulegt er.

Til þess að virkja rafræna sendingu til Blaðamannafélags Íslands þarf að uppfæra rafræna innheimtuaðila í viðkomandi launakerfi.  Þau kerfi sem ekki hafa uppfærslu möguleikann geta sótt slóðina á  www.skilagrein.iseða https://akureyrest.dk.is/bladamannafe/FundPayments og sett hana á viðkomandi stað í launakerfinu.

Svæði vegna notandanafns/lykilorðs má vera autt. Ef launakerfið krefst þess að fyllt sé út í notenda og lykilorðs svæði má setja kennitölu fyrirtækis í notanda og 123 í lykilorð 

Notendur dk geta farið í Launakerfi > uppsetning > Rafrænir innheimtuaðilar > F5 > uppfæra innheimtuaðilaog geta þar með sent rafrænt í beinu framhaldi en aðrir verða að snúa sér til þeirra þjónustuaðila sem tengjast launakerfum þeirra og fá aðstoð við uppfærslu rafrænna innheimtuaðila. 

Launagreiðendur eru hvattir til að nýta sér möguleikana á rafrænum sendingum það auðveldar öll skil og minnkar líkur á villum.

Einnig mögulegt að taka við skilagreinum á pdf- eða SALformi með tölvupósti á jona@press.is

 

Bankakrafa er stofnuð vegna innsendra skilagreina. 

Einnig hægt að greiða á bankareikning:0130-26-108446

 

Lífeyrissjóður - lífeyrislán:

Rekstur lífeyrissjóðs er í höndum Lífeyrissjóðs verslunarmanna.