- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun & viðurkenningar
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
LÖG FÉLAGS FRÉTTAMANNA Á RÍKISÚTVARPINU
1. gr.
Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu (FF) er félag fréttamanna og dagskrárgerðarfólks sem starfar hjá Ríkisútvarpinu ohf. og er félagar í Blaðamannafélagi Íslands (BÍ).
2. gr.
FF starfar sem deild innan BÍ, á grundvelli gr. 5.5. í lögum BÍ.
3. gr.
Félagar geta þeir verið sem eru félagar í BÍ, starfa hjá Ríkisútvarpinu ohf. og hafa sótt um aðild að FF. Aðild að félaginu er háð staðfestingu stjórnar FF og skal borin upp á stjórnarfundi. Hætti félagi starfi hjá Ríkisútvarpinu ohf. getur hann þó áfram verið félagi í FF ef hann kýs að vera áfram biðfélagi í BÍ á grundvelli gr. 2.1.3. í lögum BÍ, nema hann hefji störf á öðrum fjölmiðli.
4. gr.
Markmið FF er að vinna að og gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna, bæði hvað varðar fagleg skilyrði, starfsaðstöðu og kjör.
5. gr.
Stjórn FF skal skipuð þremur fulltrúum, kjörnum á aðalfundi. Stjórn fer með æðsta vald í málum félagsins á milli deildarfunda. Formaður skal kjörinn sérstaklega en skal stjórnin að öðru leyti skipta með sér verkum.
6. gr.
Aðalfund skal halda fyrir lok apríl ár hvert. Fundinn skal boða með minnst viku fyrirvara og dagskrá fundarins auglýst með fundarboði. Stjórn er heimilt að halda deildarfundi þegar þurfa þykir á milli aðalfunda, með sama boðunarfresti.
7. gr.
Lögum þessum skal aðeins breytt með samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða á löglega boðuðum aðalfundi. Tillögur um lagabreytingar skulu berast stjórn minnst þremur dögum fyrir aðalfund svo þær verði bornar undir atkvæði.
Þannig staðfest á stofnfundi FF 23. mars 2023.
Þannig staðfest af stjórn BÍ og á aðalfundi BÍ 23. mars 2023.