Félag fréttamanna

Félag fréttamanna er félag þeirra sem starfa hjá Ríkisútvarpinu og eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands. Félagið starfar sem félagsdeild innan Blaðamannafélags Íslands. Tilgangur félagsins er að efla og styðja hag félagsmanna með því að vinna að framgangi allra þeirra mála er verða mega til aukinna réttinda, menningar og bættra kjara félagsmanna.

Félag fréttamanna var stofnað sem deild innan BÍ við sameiningu Félags fréttamanna, sem var stéttarfélag fréttamanna á RÚV, og BÍ árið 2023. Stofnfundur var haldinn 23. mars 2023 þar sem lög deildarinnar voru samþykkt og stjórn kjörin.

Á aðalfundi FF árið 2025 voru kjörin í stjórn Ásrún Brynja Ingvarsdóttir formaður, Sólveig Klara Ragnarsdóttir og Rúnar Snær Reynisson. Kristín Sigurðardóttir var kjörin varamaður.