- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Verðlaun & viðurkenningar
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Blaðamannafélag Íslands gefur út leiðbeinandi verðskrá fyrir sjálfstætt starfandi blaðamenn sem starfa í verktöku. Til þess að tryggja að sjálfstætt starfandi félagsmenn njóti sömu kjara og réttinda og launþegar (orlof og orlofsuppbót, þriggja mánaða leyfi, lögbundnir frídagar o.fl.) er nauðsynlegt að bæta ofan á laun álagi til að mæta kostnaði sem fellur á verktakann, m.a. vegna launatengdra gjalda.
Ef miðað er við hæstu laun í launatöflu BÍ 2025, sem eru mánaðarlaun upp á kr. 803.478 (sem er með við 21% vaktaálagi) er leiðbeinandi tímagjald því kr. 7.754 án VSK (ath. að ritstörf eru undanþegin VSK). Meðallaun blaðamanna eru þó hærri en sem nemur launatöflu, sé miðað við nýjustu launakönnun.
Hér má sjá forsendur fyrir útreikningum á tímagjaldi á útseldri vinnu m.v. mánaðarlaun skv. launatöflu:
| Mánaðarlaun m.v. launatöflu | 832,215 | |
| Móttframlag í lífeyrissjóð | 11.50% | 95,705 |
| Móttframlag í séreign | 2% | 16,644 |
| Iðgjöld í sjóði BÍ | 4.40% | 36,617 |
| Samtals | 981,181 | |
| Tryggingagjald | 6.35% | 62,305 |
| Orlofsdagar (30 daga orlofsréttur) | 13.04% | 69,351 |
| Tryggingar | 2.8% | 23,302 |
| Rauðir dagar | 4.62% | 38,448 |
| Þriggja mánaða leyfi | (uppsöfnun 7 dagar á ári m.v. réttindi á 5 ára fresti) | 22,402 |
| Orlofs- og desemberuppbót | 176,000 | 14,667 |
| Áskriftir, sími, net skv. kjarasamn | 29000 | 29,000 |
|
Samtals laun, launatengd gjöld og annar kostnaður
|
1,240,657 | |
| Tímagjald | 160 | 7,754 |
| Með vsk* | 24% | 9,615 |
|
*ATH að ritstörf eru undanþegin VSK.
Auk þess er velta undir kr. 2.000.000 undanþegin VSK. |
Miðað við framangreindar upphæðir og hlutföll má ætla að bæta þurfi um 50% á greiðslur til sjálfstætt starfandi til að staða þeirra verði sambærileg við stöðu launafólks. Þar er þó ekki tekið tillit til ýmissa útgjalda sem sjálfstætt starfandi bera sjálfir, svo sem aksturskostnaðar, rekstrarkostnaðar vegna bókhalds, innheimtu, búnaðar og verkfæra. Að auki þarf að gera ráð fyrir föstum kostnaði á borð við leigu, rafmagn, netaðgang og annan rekstrarkostnað sem fellur til við framkvæmd verksins.
Í sumum tilvikum leigja sjálfstætt starfandi einstaklingar sér sameiginlega vinnuaðstöðu, sem einnig þarf að endurspeglast í endurgjaldi. Þá ber jafnframt að hafa í huga að sjálfstætt starfandi þurfa oft að reikna biðtíma milli verkefna inn í þau verk sem þeir taka að sér.
Upptalning þessi er ekki tæmandi, en ætti engu að síður að varpa ljósi á helstu þætti sem nauðsynlegt er að hafa í huga við mat á endurgjaldi til sjálfstætt starfandi.