Leiðbeinandi taxti fyrir sjálfstætt starfandi

Blaðamannafélag Íslands gefur út leiðbeinandi verðskrá fyrir sjálfstætt starfandi blaðamenn sem starfa í verktöku. Til þess að tryggja að sjálfstætt starfandi félagsmenn njóti sömu kjara og réttinda og launþegar (orlof og orlofsuppbót, þriggja mánaða leyfi, lögbundnir frídagar o.fl.) er nauðsynlegt að bæta ofan á laun álagi til að mæta kostnaði sem fellur á verktakann, m.a. vegna launatengdra gjalda.

Ef miðað er við hæstu laun í launatöflu BÍ 2025, sem eru mánaðarlaun upp á kr. 803.478 (sem er með við 21% vaktaálagi) er leiðbeinandi tímagjald því kr. 8.782án VSK (kr. 10.890 m/VSK). Meðallaun blaðamanna eru þó hærri en sem nemur launatöflu, sé miðað við nýjustu launakönnun. Vel er hægt að miða við mánaðarlaun upp á 900 þúsund við útreikning á tímagjaldi. Miðað við það ætti útseld tímavinna að vera kr. 9.805 án VSK (12.158 m/VSK).

Hér má sjá forsendur fyrir útreikningum á tímagjaldi á útseldri vinnu m.v. mánaðarlaun skv. launatöflu:

Mánaðarlaun m.v. launatöflu   803,478
Móttframlag í lífeyrissjóð 11.60% 93,203
Móttframlag í séreign 2% 16,070
Iðgjöld í sjóði BÍ 3.15% 25,310
Samtals   938,061
Tryggingagjald 6.35% 59,567
     
Orlofsdagar 13.04% 104,774
Tryggingar 5% 40,174
Rauðir dagar 4.62% 37,121
Þriggja mánaða leyfi (uppsöfnun)   21,629
Orlofs- og desemberuppbót 170,000 14,167
Áskriftir, sími, net skv. kjarasamningi   29,000
Umsýslukostnaður (endurskoðun, reikningagerð, húsaleiga, tækjabúnaður, biðtími o.fl.) 20% 160,696
     
Samtals laun, launatengd gjöld og annar kostnaður   1,405,187
     
VSK* 24% 337,245
Samtals mánaðarlaun með VSK*   1,742,431
*ATH að ritstörf eru undanþegin VSK.
Auk þess er velta undir kr. 2.000.000 undanþegin VSK.
   
     
Tímagjald (án VSK) 160 8,782
Tímagjald (m/VSK) 24% 10,890