Umgengni og frágangur orlofshúsa

Gestir taka við orlofshúsi kl. 17.00 á föstudögum og skila því fyrir kl. 14.00 næsta föstudag, nema um styttri dvöl sé að ræða.

Lyklar:

Lyklar eru í lyklaboxi. Númerið á því er sent leigutaka í tölvupósti.

Aðstaða: 

Öll nauðsynleg heimilistæki, þvottavél og gasgrill eru í öllum orlofshúsum. Öll hús nema Akureyri eru með heitan pott. Sængur og koddar eru í öllum húsum en gestir þurfa að koma með sængurver, lök og koddaver og handklæði. Sjónvarp er í öllum húsum og nettenging með ljósleiðara.

Umgengnisreglur:

  • Stranglega er bannað að reykja í orlofshúsum BÍ.
  • Leigjandi skal ganga vel um eignina og umhverfið.
  • Leigjandi ber ábyrgð á eigninni og öllum búnaði meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til að bæta það tjón sem verða kann af hans völdum eða gestum hans.
  • Leigjanda ber að tilkynna strax til umsjónarmanns allar skemmdir sem kunna að verða.
  • Skila skal orlofshúsinu hreinu við brottför (fylgja leiðbeiningum varðandi þrif) og sjá til þess að hver hlutur sé á sínum stað. Refsiþrifagjald gæti verið innheimt ef þrifum er verulega ábótavant eftir yfirferð umsjónarmanns eftir dvöl leigutaka. Öll hús eru yfirfarin af umsjónarmanni eftir hverja dvöl.
  • Einungis leigutaka og gestum hans er heimilt að dvelja í húsinu.
  • Óheimilt er að hlaða rafmagnsbíla í innstungum orlofshúsa BÍ.

Upplýsingar um umsjónarmenn:

Akureyri: Bragi s. 896 8456
Brekkuskógur: Hjördís s 844 4626
Stykkshólmur: Agnar s. 893 7050