Reglur um úthlutun orlofshúsa BÍ

Sumarmánuðunum þremur, 12-14 vikum, auka páska, skal úthlutað sérstaklega og gilda þá neðangreindar úthlutunarreglur. Á öðrum tímabilum geta virkir félagar í BÍ bókað sig á opnum orlofsvef félagsins, en heimilt er að grípa til takmarkana þar um ef ástæða er til og setja upp punktakerfi vegna úthlutunar.

  1. Tímasetningar umsóknartímabila skulu auglýstar.
  2. Forgang hafa þeir sem eru greiðandi félagar í orlofshúsasjóð.
  3. Úthlutun á orlofshúsum á hverju af þremur orlofssvæðum BÍ er sjálfstæð, þannig að úthlutun á einu svæði hefur ekki áhrif á úthlutun á öðrum svæðum.
  4. Félagsnúmer ræður úthlutun þar sem félagsnúmerið endurspeglar lengd félagsaðildar.
  5. Félagsnúmer víkur fyrir hærra númeri séu styttra en sex ár frá síðustu úthlutun á hverju orlofssvæði fyrir sig.

Samþykkt á fundi stjórnar orlofshúsasjóðs 30. sept. 2026. Reglur gilda til 30. sept 2026.

 

Frekari upplýsingar um úthlutanir:

Páskaúthlutun

Opnað er fyrir umsóknir fyrir páskaúthlutun 15. janúar eða fyrsta virka dag þar á eftir.

Umsóknarfresti lýkur 1. mars og fer úthlutun fram í vikunni á eftir. Úthlutun telst staðfest eftir að greiðsla hefur borist.

Sótt er um á orlofshúsavefnum og fá þeir félagsmenn sem fá úthlutað tölvupóst.

 

Sumarúthlutun

Opnað er fyrir umsóknir fyrir sumarúthlutun 15. janúar eða fyrsta virka dag þar á eftir.

Umsóknarfresti lýkur 10. mars og fer úthlutun fram í vikunni á eftir. Úthlutun telst staðfest eftir að greiðsla hefur borist.

Sótt er um á orlofshúsavefnum og fá þeir félagsmenn sem fá úthlutað tölvupóst.

 

Vetrarleiga

Fyrir tímabilið frá janúar til loka maí (fyrir utan páskaleyfi) er opnað fyrir úthlutun fyrsta virka dag septembermánaðar. Umsóknir um vetrarleigu eru afgreiddar eftir því sem þær berast - um þær gildir því reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“.

Fyrir tímabilið frá september til desember er opnað fyrir úthlutun fyrsta virka dag í maí.

Úthlutun telst staðfest eftir að greiðsla hefur borist.

Sótt er um á orlofshúsavefnum og fá þeir félagsmenn sem fá úthlutað tölvupóst.