Atvinnuauglýsingar

Kynningarstjóri hjá Þjóðminjasafni Íslands

Kynningarstjóri

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf kynningarstjóra. Í boði er áhugavert og krefjandi starf með fjölbreyttum verkefnum fyrir metnaðarfullan einstakling. Við leitum að skapandi og markmiðasæknum einstaklingi sem hefur áhuga á fjölbreyttri miðlun.

tarfið felst í að efla sýnileika safnsins, styrkja ímynd þess, annast markaðssetningu og miðla starfseminni á lifandi og aðgengilegan hátt til almennings. Kynningarstjóri ber jafnframt ábyrgð á vefsíðu safnsins og öðrum stafrænum miðlum þess.

Kynningarstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra þjónustusviðs. Sviðið sér meðal annars um móttöku gesta, fræðslu fyrir skólahópa, ferðafólk og almenna gesti, skipulagningu viðburða, sýningahald, framleiðslu á vörum auk rekstur safnbúðar og kaffihúss. Kynningarstjóri starfar þvert á svið safnsins í verkefnum sínum.

Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi, þar sem sköpun, fræðsla og varðveisla menningararfsins fléttast saman í hvetjandi og framsæknu umhverfi.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með markaðs- og kynningarmálum
  • Umsjón með gestaþróun (e. audience development)
  • Umsjón með stafrænum miðlum og vefsíðu auk ritstjórnar
  • Frétta- og greinaskrif og miðlun upplýsinga varðandi starfsemi safnsins
  • Öflun og viðhald tengsla við fjölmiðla, ferðamálaiðnaðinn og menningar- og atvinnulíf
  • Samskipti við auglýsingastofur, hönnuði og prentsmiðjur
  • Áætlanagerð
  • Þátttaka í stefnumótun
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun (BA/BS) sem nýtist í starfi er skilyrði
  • Reynsla af upplýsingamiðlun á stafrænum miðlum er skilyrði
  • Áhugi á íslenskum menningararfi og fræðasviði Þjóðminjasafnsins er æskileg
  • Þekking á vefumsjónarkerfum og Mailchimp er æskileg
  • Þekking á myndvinnsluforritum og efnissköpun er æskileg
  • Geta greint tölulegar upplýsingar auk reynslu af textaskrifum og miðlun gagna
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
  • Reynsla af hönnun og framsetningu efnis fyrir vefmiðla er kostur
  • Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni
  • Frumkvæði, nákvæmni, lausnamiðuð hugsun og hugkvæmni til að finna og nýta ný tækifæri
 
Fríðindi í starfi
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngusamningur
  • Bættur vinnutími

Sækja um starf