- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun & viðurkenningar
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf kynningarstjóra. Í boði er áhugavert og krefjandi starf með fjölbreyttum verkefnum fyrir metnaðarfullan einstakling. Við leitum að skapandi og markmiðasæknum einstaklingi sem hefur áhuga á fjölbreyttri miðlun.
tarfið felst í að efla sýnileika safnsins, styrkja ímynd þess, annast markaðssetningu og miðla starfseminni á lifandi og aðgengilegan hátt til almennings. Kynningarstjóri ber jafnframt ábyrgð á vefsíðu safnsins og öðrum stafrænum miðlum þess.
Kynningarstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra þjónustusviðs. Sviðið sér meðal annars um móttöku gesta, fræðslu fyrir skólahópa, ferðafólk og almenna gesti, skipulagningu viðburða, sýningahald, framleiðslu á vörum auk rekstur safnbúðar og kaffihúss. Kynningarstjóri starfar þvert á svið safnsins í verkefnum sínum.
Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi, þar sem sköpun, fræðsla og varðveisla menningararfsins fléttast saman í hvetjandi og framsæknu umhverfi.