Menningarsjóður

Menningarsjóður BÍ er sjóður í vörslu BÍ sem greiðir styrki til félagsmanna. Einungis þau sem greiða í sjóðinn eiga rétt á greiðslum úr honum. Sjóðurinn er elsti sjóður í vörslu BÍ og starfar samkvæmt forsetabréfi. Í sjóðinn renna tekjur af höfundaréttargjöldum sem Blaðamannafélagið innheimtir fyrir blaðamannastéttina í heild sinni. Auk þess greiða vinnuveitendur svokallað menningarsjóðgjald í sjóðinn sem nemur 1,2% af launum félaga í BÍ. Stærsti styrkurinn sem Menningarsjóður veitir er svokallaður menningarsjóðsstyrkur sem félagsmönnum gefst kostur á að sækja um þegar þeir eiga rétt á þriggja mánaða leyfi. 

Umsókn

Reglugerð Menningarsjóðs

Úthlutunarreglur

Menningarsjóðsstyrkur (vegna þriggja mánaða leyfis)

Fastráðnir félagar sem greiða iðgjöld í menningarsjóð eiga rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum þegar þeir eiga rétt á 3ja mánaða leyfi, samkvæmt kjarasamningum BÍ. Sækja þarf formlega um og styrkinn og er umsóknareyðublað að finna hér. Styrkur árið 2024 er 425 þús. fyrir félagsmenn sem hafa styttri en 18 ára starfsaldur og 560 þús. fyrir eldri félaga.

Félagsmenn BÍ á RÚV sem taka laun skv. kjarasamningi FF eiga ekki rétt á styrkjum úr menningarsjóði BÍ
Félagsmenn í BÍ sem fá greitt skv. kjarasamningi FF greiða ekki iðgjöld í menningarsjóð og eiga því ekki rétt á styrkjum úr sjóðnum. Þeir eiga hins vegar rétt á sambærilegum styrk úr Fræðslusjóði RÚV. Samkvæmt reglum sjóðsins getur samþykktur styrkur numið allt að 400.000 kr. til símenntunar á 2ja ára fresti. Styrkurinn er veittur til greiðslu skólagjalda, námskeiðskostnaðar og ferðakostnaðar vegna símenntunar. Sjá nánar um styrk úr Fræðslusjóði RúV á innri vef RÚV: https://innri.ruv.is/efni/fyrir-starfsfolk/
Styrkir til lausamanna
Lausamenn geta sótt um styrk úr Menningarsjóði til endurmenntunar. Hámark slíks styrks 25 þús. kr. fyrir árið 2024.