Endurmenntunarsjóður

Langar þig að bæta við þig námi, fara á námskeið, ráðstefnu eða sækja þér annars konar þekkingu innanlands eða erlendis? Endurmenntunarsjóður BÍ aðstoðar félagsfólk við að styrkja sig í sínu fagi, bæði með því að halda námskeið og fræðsluviðburði og með því að greiða sjóðfélögum styrk til að sækja sér endurmenntun.

Endurmenntunarjóður Blaðamannafélags Íslands styrkir endurmenntun og fræðslu félagsfólks með margvíslegum hætti. Sjóðurinn veitir m.a. styrki til náms á háskólastigi, námskeiða, ráðstefna, málþinga, fræðslu- og kynnisferða innanlands og erlendis.

Hámarksstyrkur er 300.000, m.v. fullan rétt í sjóðnum, á 24 mánaða tímabili.

Öllum umsóknum skal skila inn rafrænt.

Þá býður Endurmenntunarsjóður BÍ einnig upp á sérstakan jöfnunarstyrk fyrir félagsfólk af landsbyggðinni til að sækja einn viðburð eða námskeið á vegum BÍ á ári. Sbr hér. Sá styrkur hefur ekki áhrif á önnur réttindi í sjóðnum.

Umsókn
 Reglugerð Úthlutunarreglur

Námskeiðsgjöld

Sjóðurinn veitir styrki til að sækja námskeið innanlands og erlendis. 

Greitt er allt að 75% námskeiðsgjalds, hámark 200.000kr.

 

Nám á háskólastigi

Veittir eru styrkir vegna náms til eininga á háskólastigi hérlendis og erlendis, eins og nánar greinir hér á eftir, samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins. Skrásetningargjöld og námsgjöld teljast styrkhæfur kostnaður.

Greitt er allt að 75% af kostnaði náms, að hámarki 300.000kr

Ráðstefnur og málþing

Sjóðurinn styrkir félaga til að taka þátt í ráðstefnum og málþingum bæði innanlands og utan.

Greitt er allt að 75% þátttökugjalds, hámark 200.000kr.

Ferðastyrkir

Ferðakostnaður vegna menntunar eða endurmenntunar er styrkæfur.

Greitt er allt að 75% af fargjaldi og gistikostnaði í tengslum við þátttöku í námskeiði eða ráðstefnu, að hámarki 100.000kr á 24 mánaða tímabili.

Nám við Norrænu blaðamannamiðstöðuna:

Félagsmenn geta sótt um styrk vegna náms eða námskeiða við Norrænu blaðamannamiðstöðina NJC í Árósum í Danmörku.

Greitt er allt að 75% af kostnaði náms, að hámarki 300.000kr.