Kjarasamningar

Blaðamannafélagið annast gerð kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna við einstaka útgefendur eða félög þeirra. Nýjustu aðalkjarasamningar voru undirritaðir við Samtök atvinnulífsins þann 20. mars 2020. Hann var uppfærður og framlengdur með nýjum skammtímasamningi 6. janúar 2023, sem á að gilda út janúar 2024. Samningar við önnur útgáfufyritæki taka fullt mið af grunnsamningnum við Samtök atvinnulífsins, en sérsamningar eru í gildi við nokkra einkarekna miðla. Auk þess er sá kjarasamningur sem Félag fréttamanna gerði við RÚV ohf. árið 2019 enn í gildi þótt FF hafi sameinast BÍ vorið 2022. Hann var framlengdur til loka janúar 2024 um leið og skrifað var undir samning BÍ og SA, með sambærilegum uppfærslum launataxta. Unnið verður að því að sameina þessa samninga í einn heildarsamning á gildistíma skammtímasamningsins, þ.e. á árinu 2023. 

Aðalkjarasamningur BÍ

Launatöflur 2022-24

Kjarasamningur 2022-2024 

Glærukynning á samningi BÍ við SA frá 6.1.2023 

Kjarasamningur FF 2022-2024

Glærukynning á samningi FF við RÚV ohf. frá 6.1.2023 

Heildarsamningur FF við RÚV 2020-2022 

Kjarasamningur BÍ við Torg ehf. 2023

 

Þekktu rétt þinn