Endurmenntunar og háskólasjóður

Endurmenntunar- og háskólasjóður blaðamanna styrkir endurmenntun blaðamanna með margvíslegum hætti.  Endurgreiddur er helmingur kostnaðar vegna styttri námskeiða að ákveðnu hámarki ár hvert. Þá eru veittir styrkir vegna lengra náms hérlendis og erlendis, eins og nánar greinir hér á eftir, samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins. Nægilegt er að sækja um rafrænt og þurfa öll viðeigandi gögn að fylgja með, svo sem staðfesting á innritun og greiðslu námskeiðgjalda og upplýsingar um efni, eðli og lengd náms og námskeiða.

Námskeið sem koma til greina við eru m.a:

  1. Nám við háskóla á Íslandi. Endurgreitt er 75% almennu innritunargjaldi HÍ/HA.
  2. Annað lengra nám hérlendis.
  3. Endurmenntun í erlendum skólum s.s. hjá NJC í Árósum.
  4. Önnur sérstök námskeið og ráðstefnur erlendis.

Styrkir vegna styttri námskeiða hér heima eru greiddir á skrifstofu BÍ að námi loknu gegn framvísun reiknings fyrir þátttökugjaldi og staðfestingu á þátttöku.

Styttri námskeið

Allir fastráðnir félagsmenn, sem greitt hafa félagsgjald í sex mánuði, geta fengið endurgreiddan helming kostnaðar vegna námskeiða að ákveðnu hámarki ár hvert. Þá geta félagar í lausamannadeild einnig sótt um styrk til félagsins til endurmenntunar.

Styrkur er greiddur út að loknu námskeiði og þarf að framvísa kvittun fyrir námsskeiðsgjaldi og staðfestingu á þátttöku í námskeiðinu.

Margir félagsmenn hafa notfært sér þennan möguleika til að stunda nám við Háskóla Íslands og aðra sérskóla auk þess sem margir hafa sótt nám við Norrænu blaðamannamiðstöðina NJC í Árósum í Danmörku.