Endurmenntunar- og háskólasjóður

Langar þig að bæta við þig námi, fara á námskeið, ráðstefnu eða sækja þér annars konar þekkingu innanlands eða erlendis? Endurmenntunar og háskólasjóður BÍ aðstoðar félagsfólk við að styrkja sig í sínu fagi.

Endurmenntunar- og háskólasjóður Blaðamannafélags Íslands styrkir endurmenntun og fræðslu félagsfólks með margvíslegum hætti. Sjóðurinn veitir m.a. styrki til náms á háskólastigi, námskeiða, ráðstefna, málþinga, fræðslu- og kynnisferða innanlands og erlendis.

Hámarksstyrkur er 300.000, m.v. fullan rétt í sjóðnum, á 24 mánaða tímabili.

Öllum umsóknum skal skila inn rafrænt.

Umsókn
 Reglugerð Úthlutunarreglur

Námskeiðsgjöld

Sjóðurinn veitir styrki til að sækja námskeið innanlands og erlendis. 

Greitt er allt að 75% námskeiðsgjalds, hámark 200.000kr.

 

Nám á háskólastigi

Veittir eru styrkir vegna náms til eininga á háskólastigi hérlendis og erlendis, eins og nánar greinir hér á eftir, samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins. Skrásetningargjöld og námsgjöld teljast styrkhæfur kostnaður.

Greitt er allt að 75% af kostnaði náms, að hámarki 300.000kr

Ráðstefnur og málþing

Sjóðurinn styrkir félaga til að taka þátt í ráðstefnum og málþingum bæði innanlands og utan.

Greitt er allt að 75% þátttökugjalds, hámark 200.000kr.

Ferðastyrkir

Ferðakostnaður vegna menntunar eða endurmenntunar er styrkæfur.

Greitt er allt að 75% af fargjaldi og gistikostnaði í tengslum við þátttöku í námskeiði eða ráðstefnu, að hámarki 100.000kr á 24 mánaða tímabili.

Nám við Norrænu blaðamannamiðstöðuna:

Félagsmenn geta sótt um styrk vegna náms eða námskeiða við Norrænu blaðamannamiðstöðina NJC í Árósum í Danmörku.

Greitt er allt að 75% af kostnaði náms, að hámarki 300.000kr.