Samtök blaðamanna skora á utanríkisráðherra Norðurlandanna vegna takmarkana á fjölmiðlafrelsi
Norræna blaðamannasambandið (NJF), samstarfsvettvangur samtaka blaðamanna á Norðurlöndunum, sendi í morgun bréf á alla utanríkisráðherra Norðurlandanna vegna takmarkana Ísraels á fjölmiðlafrelsi og banns við aðgengi blaðamanna að Gaza-ströndinni.
Blaðamannafélag Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af því að stjórn Sýnar hafi fundið sig tilneydda til að skera niður í rekstri fréttastofu og hætta útsendingum sjónvarpsfrétta um helgar og á hátíðardögum.
Yfirlýsing barna- og menntamálaráðherra þar sem hann sakar Morgunblaðið um ófagleg vinnubrögð er alvarleg aðför að fjölmiðlafrelsi á Íslandi. Þetta segir formaður Blaðamannafélags Íslands sem segir hana bera með sér mikla vanþekkingu og afhjúpa hættuleg viðhorf.
Nýstofnaður aðgerðahópur BÍ um upplýsingaheilindi sótti ráðstefnu í Kaupmannahöfn
Stofnaður hefur verið aðgerðahópur BÍ um upplýsingaheilindi sem í eru fulltrúar stærstu fréttastofa landsins ásamt formanni og framkvæmdastjóra BÍ. Hópurinn mun m.a. meta getu íslenskra fréttamiðla til að berjast gegn upplýsingaógnum og móta aðgerðir til að efla viðnámsþol íslenskra fjölmiðla, blaðamanna og þar af leiðandi samfélagsins alls, gegn misbeitingu upplýsinga.