Tengslanetið - félag almannatengla, boðar til viðburðar um siðferði í almannatengslum 29. október nk. kl. 17:00. Tengslanetið er ný deild innan BÍ fyrir félagsfólk sem starfar við hvers kyns samskipti og miðlun.
BÍ býður félagsmönnum sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur að öllu leyti eða hluta á námskeið um fjármál og rekstur fimmtudaginn 30. október frá 9:00 - 12:00.
Opnað verður fyrir umsóknir um vetrarleigu á orlofshúsum BÍ á tímabilinu janúar til loka maí (fyrir utan páskaleyfi) þann 15. október nk.
Umsóknir um vetrarleigu eru afgreiddar eftir því sem þær berast - um þær gildir því reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“.
Gunnar V. Andrésson ljósmyndari býður félögum í Blaðamannafélagi Íslands í samkvæmi í tilefni af útgáfu bókarinnar Spegill þjóðar - Fréttamyndir í fimmtíu ár og sagan á bak við þær, sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skráði.
Menningarsjóður Blaðamannafélags Íslands auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki vegna sérstakra verkefna tengdum blaðamennsku. Einungis þeir félagar sem greiða iðgjöld í Menningarsjóð eiga rétt á verkefnastyrkjum. Í úthlutunarreglum Menningarsjóðs kemur fram að auglýsa skuli eftir umsóknum um verkefnastyrki, sem veittir skulu í október og apríl.
Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu (NJF) í fyrsta skipti frá stofnun sambandsins. Sigríður Dögg Auðunsdóttur, formaður BÍ, verður þar með forseti sambandsins og Freyja Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri þess næstu tvö ár. Ísland tók við formennsku af Norðmönnum á árlegum fundi forsætisnefndar sambandsins í Osló í dag 19. september.