Daglegar sviðsmyndir af dauða og eyðileggingu hafa mikil áhrif á blaðamenn, eins og aðra. Hlutverk blaðamanna í stríðsátökum skiptir sköpum og það skiptir almenning máli að þeir séu hlutlægir í umfjöllun sinni og leiti sannleikans í óreiðunni.
Stjórn félagsins og sjóða þess hittust á starfsdegi og sóttu námskeið um ábyrgð og hlutverk stjórnarmanna auk þess sem haldin var stutt vinnustofa um stefnu félagsins.
Blaðamannafélag Íslands sendi í dag bréf til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra þar sem kallað var eftir því að íslensk stjórnvöld stígi harðar fram gegn aðgerðum Ísraels gegn almenningi og blaðamönnum á Gaza og sýni frumkvæði og dug í baráttunni fyrir mannréttindum, alþjóðalögum og sannleikanum.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar um sýknudóm Landsréttar í meiðyrðamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn Páli Vilhjálmssyni bloggara sem féll 26. júní og segir það áfellisdóm yfir dómskerfinu sem skorti grundvallarskilning á hlutverki blaðamanna og fjölmiðla.
Skrifstofa BÍ verður lokuð frá 14. júlí til 8. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Umsóknir um styrki og sjúkradagpeninga sem berast eftir 10. júlí bíða afgreiðslu þar til skrifstofa opnar á ný