- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Verðlaun & viðurkenningar
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Fjölmörg félög kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa boðað til kvennaverkfalls föstudaginn 24. október, þar sem konur og kvár leggja niður störf í heilan dag til að mótmæla vanmati á vinnuframlagi kvenna og kynbundnu ofbeldi. Yfirskrift kvennaverkfallsins er Stundin er runnin upp! Konur og kynsegin fólk er hvatt til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst árið 1975 og aftur árið 2023.
Skrifstofa Blaðamannafélags Íslands verður lokuð á föstudag, 24. október, í tilefni af kvennaverkfallinu, en einungis konur starfa á skrifstofu félagsins. Föstudagskaffið fellur því niður að þessu sinni.
Blaðamannafélag Íslands skorar á atvinnurekendur sýna samstöðu í verki með því að hvetja konur og kvár til þátttöku í heils dags Kvennaverkfalli án þess að það hafi áhrif á laun þeirra eða kjör og leggja þannig sitt af mörkum til baráttunnar fyrir jafnrétti.
Nánari upplýsingar um kvennaverkfallið má finna hér.