- Félagið
- Faglegt
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Blaðamannafélagið á og rekur fjögur orlofshús á þremur stöðum á landinu sem ætluð eru félagsmönnum. Þessi hús eru staðsett á Akureyri, Stykkishólmi og í Brekkuskógi. Að auki geta félagsmenn fengið afslátt á flugmiðum með Icelandair, afslátt af hótelgistingu, útilegukortinu og veiðikortinu.
Bókun orlofshúsa fer í gegnum orlofshúsavefinn Frímann. Þar má einnig finna nánari upplýsingar um húsin og bókunarstöðu.
Brekkuskógur
Í Brekkuskógi á Blaðamannafélagið 2 orlofshús, Stóru- og Litlu- Brekku. Í húsunum eru tvö svefnherbergi auk þess sem gestahúss fylgir Stóru–Brekku. Í húsunum eru ein stór stofa með eldhúskrók og baðherbergi með sturtu. Svefnpláss er fyrir 9 auk smábarnarúms í Stóru – Brekku, en fyrir 5 auk smábarnarúms í Litlu-Brekku. Öll venjuleg heimilstæki og gasgrill fylgja bústöðunum. Í báðum bústöðunum eru heitir pottar. Hér má sjá kort og hnit staðsetningar húsanna í Brekkuskógi.
Akureyri
Blaðamannafélagið á íbúð að Seljahlíð 3c á Akureyri. Um er að ræða lítið raðhús sem er stofa og tvö svefnherbergi. Í hjónaherberginu er tvíbreitt stórt rúm, auk smábarnarúms og í hinu herberginu er tvíbreitt rúm. Raðhúsið er búið öllum helstu nútímaþægindum, þvottavél, sjónvarpi, nettengingu og síma og þar er sérverönd með gasgrilli og útihúsgögnum.
Stykkishólmur
Blaðamannafélagið býður einnig upp á orlofshús að Arnarborg 6 í útjaðri Stykkishólms. Um er að ræða glæsilegt hús sem byggt var árið 2006. Húsið er 105 fermetrar að stærð með þremur svefnherberjum og svefnlofti. Samanlagt er svefnpláss í húsinu fyrir 10-12 manns. Húsinu fylgir verönd og pottur, auk alls sem tilheyrir nútíma heimilishaldi.
Félagsmönnum gefst kostur á að kaupa gjafalykla frá Icelandair: 30 þúsund króna gjafalykill, sem félagsmenn greiða 20 þúsund fyrir. Hver félagsmaður má kaupa 4 gjafalykla á 12 mánaða tímabili. Gjafakortin eru keypt í gegnum orlofsvef, undir flipanum kort og miðar.
Félögum gefst kostur á að kaupa gistingu á afslætti á hóteli og gistiheimilum víða um landið. Nánari upplýsingar á orlofsvef undir flipanum ferðaávísanir.
Félögum gefst kostur á að kaupa veiðikortið með afslætti. Félagsmenn greiða kr. 5.500 (fullt verð er 9.900). Kortið er keypt í gegnum orlofsvef, undir flipanum kort og miðar.