- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Verðlaun & viðurkenningar
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
BÍ býður félagsmönnum sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur að öllu leyti eða hluta á námskeið um fjármál og rekstur fimmtudaginn 30. október frá 9:00 - 12:00.
Á námskeiðinu verður farið yfir mismunandi rekstrarform sjálfstætt starfandi, virðisaukaskattskyldu, reiknað endurgjald af vinnu, skatta og launatengd gjöld. Farið verður yfir skyldur rekstraraðila gagnvart skattayfirvöldum og hvað þarf að taka inn í myndina við verðlagningu á þjónustu.
Silja Dögg Ósvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Fastlands bókhaldsfyrirtækis, kennir námskeiðið og svarar spurningum.
Boðið verður upp á léttan morgunverð.
Fullt gjald fyrir námskeiðið er 7500kr en:
- Félagar sem greiða í Endurmenntunar- og háskólasjóð geta sótt um 75% endurgreiðslu á vef BÍ.
- Félagar sem greiða fyrir fagaðild geta sótt um námskeiðsstyrk í gegnum Menningarsjóð á vef BÍ.
- Félagar í FF geta sótt um styrk fyrir námskeiðinu í Fræðslusjóð RÚV.
- Félagsfólk á landsbyggðinni sem vill sækja námskeiðið getur einnig sótt um jöfunarstyrk fyrir ferðakostnaði með því að senda tölvupóst á bi@press.is.
- Atvinnulausir félagsmenn þurfa ekki að greiða fyrir þátttöku.