Fréttir

Auglýst eftir umsóknum um verkefnastyrki

Auglýst eftir umsóknum um verkefnastyrki

Menningarsjóður Blaðamannafélags Íslands auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki vegna sérstakra verkefna tengdum blaðamennsku. Einungis þeir félagar sem greiða iðgjöld í Menningarsjóð eiga rétt á verkefnastyrkjum. Í úthlutunarreglum Menningarsjóðs kemur fram að auglýsa skuli eftir umsóknum um verkefnastyrki, sem veittir skulu í október og apríl. 
Lesa meira
Prjónsecco-kvöldin hefjast að nýju!

Prjónsecco-kvöldin hefjast að nýju!

Fyrsta prjónsecco kvöld vetrarins verður haldið á fimmtudaginn 2. okt kl. 20:00 í Síðumúla.
Lesa meira
Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Freyja Steingrímsdóttir taka við stjórnartaumunum frá Dag Idar Trygges…

Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu í fyrsta skipti

Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu (NJF) í fyrsta skipti frá stofnun sambandsins. Sigríður Dögg Auðunsdóttur, formaður BÍ, verður þar með forseti sambandsins og Freyja Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri þess næstu tvö ár. Ísland tók við formennsku af Norðmönnum á árlegum fundi forsætisnefndar sambandsins í Osló í dag 19. september.
Lesa meira
Vinnufundur með verktökum í Stóru-brekku

Framkvæmdir á fullri ferð í Brekkuskógi

Miklar endurbætur standa nú yfir á orlofshúsum Blaðamannafélags Íslands í Brekkuskógi.
Lesa meira
Öll velkomin í föstudagskaffi

Öll velkomin í föstudagskaffi

Á hverjum föstudegi frá kl. 11:00 býður BÍ félagsfólki upp á kaffi og kruðerí í góðum félagsskap í Síðumúla.
Lesa meira
EPA-EFE/HAITHAM IMAD

Almenningur upplýstur um þjóðarmorð á Gaza

Daglegar sviðsmyndir af dauða og eyðileggingu hafa mikil áhrif á blaðamenn, eins og aðra. Hlutverk blaðamanna í stríðsátökum skiptir sköpum og það skiptir almenning máli að þeir séu hlutlægir í umfjöllun sinni og leiti sannleikans í óreiðunni.
Lesa meira
Mynd: BÍ

Stjórnadagurinn 2025

Stjórn félagsins og sjóða þess hittust á starfsdegi og sóttu námskeið um ábyrgð og hlutverk stjórnarmanna auk þess sem haldin var stutt vinnustofa um stefnu félagsins.
Lesa meira
Frá námskeiði í húsakynnum BÍ

Námskeið: Leiðtogafærni og sterk liðsheild

Blaðamannafélagið býður upp á námskeið í leiðtogafærni þriðjudaginn 23. september frá 9:00 - 12:00.
Lesa meira
Anas Al-Sharif var einn þeirra fimm blaðamanna sem Ísraelsher myrti í gær. Allir fimm voru við störf…

Ákall frá BÍ til íslenskra stjórnvalda um aðgerðir vegna hörmunganna á Gaza

Blaðamannafélag Íslands sendi í dag bréf til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra þar sem kallað var eftir því að íslensk stjórnvöld stígi harðar fram gegn aðgerðum Ísraels gegn almenningi og blaðamönnum á Gaza og sýni frumkvæði og dug í baráttunni fyrir mannréttindum, alþjóðalögum og sannleikanum.
Lesa meira
Húsakynni Landsréttar

Má berja blaðamenn?

Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar um sýknudóm Landsréttar í meiðyrðamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn Páli Vilhjálmssyni bloggara sem féll 26. júní og segir það áfellisdóm yfir dómskerfinu sem skorti grundvallarskilning á hlutverki blaðamanna og fjölmiðla.
Lesa meira