Fyrirlestur með Mads Nissen á Íslandi

Mads Nissen, verðlaunaljósmyndari
Mads Nissen, verðlaunaljósmyndari

Blaðaljósmyndarafélag Íslands og Blaðamannafélag Íslands í samvinnu með Ofar og Canon á Íslandi bjóða á fyrirlestur danska verðlaunaljósmyndarans Mads Nissen föstudaginn 30. janúar kl 18:00 í húsnæði Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23, 3. hæð.

Aðgangur er ókeypis.

Mads er í dómnefnd fyrir Myndir ársins, árlega sýningu Blaðaljósmyndarafélagsins, fyrir árið 2025. Sýningaropnun og verðlaunaafhending verður 11. apríl.

Þrefaldur aðalvinningshafi World Press Photo

Mads Nissen, sem er fæddur 1979, er margverðlaunaður fréttaljósmyndari þar af þrisvar sinnum unnið aðalverðlaunin í World Press Photo, 2023, 2021 og 2015. Honum hafa hlotnast 95 alþjóðleg ljósmyndaverðlaun meðal annars POY ljósmyndari ársins 2023.

Ljósmyndun Mads snýst öll um samkennd - að skapa skilning og nánd um leið og hann tekur á samfélagslegum vandamálum samtímans líkt og ójöfnuði, mannréttindabrotum og ábyrgðarleysi heimsins.

Hann býr í Kaupmannahöfn ásamt fjölskyldu sinni og vinnur fyrir Politiken, því dagblaði á Norðurlöndunum sem hvað mest lætur sér varða sjónræna fréttamennsku.

Homophobia in Russia: World Press Photo árið 2025

 

Skráðu þig á viðburðinn hér.