Opið fyrir tilnefningar til Blaðamannaverðlauna 2025

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Blaðamannaverðlaunanna 2025. Frestur er til miðnættis, mánudaginn 2. febrúar. Líkt og í fyrra skal skila inn tilnefningum í gegnum sérstakt innsendingarform.

Eins og undanfarin ár verða verðlaunin veitt í fjórum flokkum:

- Umfjöllun ársins 2025

- Viðtal ársins 2025

- Rannsóknarblaðamennska ársins 2025

- Blaðamannaverðlaun ársins 2025

Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands verða afhent 13. mars í Listasafni Reykjavíkur. Meira um það síðar. Tilnefningar dómnefndar verða kynntar viku fyrir afhendingu.

ATHUGIÐ:

Hver sem er má tilnefna fjölmiðlaumfjöllun og blaðamann/menn til Blaðamannaverðlauna 2025.

Verðlaunahæf blaðamennska fjallar um aðkallandi málefni, er góð að efni og formi, sanngjörn og traust.

Áskriftarmiðlar verða að skila inn tilnefndu efni á aðgengilegan hátt (t.d. vefslóðir eða skrár með myndböndum eða hljóðupptökum eða umfjallanir á pdf sem hægt er að skoða án þess að áskriftar sé þörf).

SENDA INN TILNEFNINGU