Prjónsecco-kvöldin hefjast að nýju!

Félagsfólk hefur lýst áhuga á því að félagið standi fyrir óformlegum viðburðum í bland við hina formlegu, þar sem því gefst tækifæri á að hittast og spjalla án tilefnis. Með þetta að leiðarljósi var m.a. farið af stað með mánaðarleg Prjónsecco-kvöld þar sem félagsfólk hittist yfir prjónaskapnum og ræðir málið yfir freyðivíni eða bjór.
 
Í vetur verða Prjónsecco-kvöldin haldin fyrsta fimmtudag hvers mánaðar og hefjast stundvíslega kl. 20:00. Fyrsta kvöldið verður haldið fimmtudaginn 2. október en það næsta fimmtudaginn 8. nóvember og koll af kolli.

Öll velkomin!