Tengslanetið- félag almannatengla boðar til opnunarviðburðar um siðferði í almannatengslum þann 29. október kl 17:00 í húsakynnum Blaðamannafélagsins.
Tengslanetið er ný deild innan Blaðamannafélags Íslands og er ætlað að vera faglegur vettvangur fólks sem starfar við hvers kyns miðlun, upplýsingagjöf og samskipti og einnig vinna að fræðslumálum tengdum faginu.
Öll eru velkomin á viðburðinn og verða léttar veigar í boði.
DAGSKRÁ:
- Setning
- Aðalbjörn Sigurðsson, formaður stjórnar Tengslanetsins.
- Reynslusögur almannatengla: Hvaða siðferðislegu vísa notast almannatenglar við? Um hvað þeir hafa verið beðnir um að gera sem er siðferðilega á mörkunum. Hvernig bregðast þeir við. Hvaða væntingar hafa viðskiptavinir til almannatengla. Að þeir geti komið „réttum fréttum“ á framfæri? Að þeir geti leiðrétt „rangar“ fréttir? Að þeir geti stýrt fjölmiðlaumfjöllun?
- Andrés Jónsson - Góð samskipti
- Birna Dröfn Jónasdóttir - Athygli
- Reynslusögur blaðamanna: Hvaða beiðnir hafa blaðamenn fengið eða heyrt af frá almannatenglum? Hversu vel treysta blaðamenn upplýsingum frá almannatenglum? Ef traustið er ekki til staðar, hvað væri hægt að gera til að auka það traust?
- Erla Björg Gunnarsdóttir - Sýn fréttir
- Valgeir Örn Ragnarsson, RÚV fréttir
- Pallborð með frummælendum
- Karen Kjartansdóttir, samskiptafulltrúi á Veðurstofunni, stýrir.