Magnús Ketilsson(1732 -1803)

Magnús fæddist á Húsavík. Hann stundaði nám við Kaupmannahafnarháskóla og varð sýslumaður Dalamanna einungis 22 ára að aldri árið 1754. Magnús var mikill jarðræktarfrömuður og stundaði tilraunir í garð- og trjárækt. Hann var einn helsti forsvarsmaður Hrappseyjarprentsmiðju og gaf út um þriggja ára skeið Islandske Maaneds Tidender, fyrsta tímarit Íslendinga. Var hann því fyrstur  Íslendinga til að hefja blaðaútgáfu.