- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Verðlaun & viðurkenningar
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Kæruefni:
Frétt á ruv.is 5. apríl 2025 undir fyrirsögninni „Myndband virðist koma upp um lygar
Ísraelshers“ og 6. apríl 2025 undir fyrirsögninni „Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu
myndbands“ en var breytt í „Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndbands“ eftir
ábendingu kæranda. Kærandi telur framsetningu fréttanna ósanngjarna og villandi. Hann telur
umfjöllunina varða við 2. grein siðareglna.
Málsmeðferð:
Kæran barst skrifstofu BÍ 26.04.2025. Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands fékk málið sent
28.04.2025 og afgreiddi málið á fundi 06.05.2025.
Málavextir:
Kærandi telur framsetningu fréttanna villandi og ósanngjarna. Báðar hafi þær fjallað um sama
atvik þegar viðbragðsaðilar í merktum sjúkrabílum voru drepnir og komið fyrir í fjöldagröf á Gaza.
Fyrirsögn seinni fréttarinnar var breytt eftir að kærandi sendi blaðamanninum tölvupóst.
Umfjöllun nefndarinnar:
Í málsmeðferðarreglum siðanefndar og sérstöku kærublaði sem kærendur fylla út kemur skýrt fram
hvað þurfi að liggja fyrir svo kæra geti verið tekin til umfjöllunar. Kærandi er ekki til umfjöllunar
í umræddum fréttum og hefur ekki bein tengsl við umfjöllunarefnið. Siðanefnd hefur að jafnaði
túlkað hagsmunatengsl kæranda þröng og má þar vísa til mála nr. 2/2024-2025, 3/2023-2024,
1/2023-2024, 6/2019-2020, 9/2010-2011, 12/2010-2011 og 2/2004-2005. Undantekningar eins og
í málum 5/2019-2020 og 3/2002-2003 eiga ekki við í þessu tilfelli. Siðanefnd telur aðild kæranda
ekki uppfylla málsmeðferðarreglur við meðferð kæra vegna meintra brota á siðareglum
Blaðamannafélags Íslands og því beri að vísa málinu frá.
Úrskurðarorð:
Málinu er vísað frá Siðanefnd Blaðamannafélags Ísland
Reykjavík 06.052025
Pálmi Jónasson
Ásgeir Þór Árnason
Emma Björg Eyjólfsdóttir
Valgerður Anna Jóhannsdóttir
Jóhann Óli Eiðsson