Mál nr. 3 2025/2026

Kærandi:
Jón Óttar Ólafsson

Kærðu:
Ritstjórn Kveiks á RÚV, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Helgi Seljan

Kæruefni:
Þáttur Kveiks sem sendur var út á RÚV 29. apríl 2025, þar sem fjallað var um
persónunjósnir um fjölda fólks árið 2012.

Málsmeðferð:
Kæra barst skrifstofu Blaðamannafélags Íslands 6. maí 2025 og var send siðanefnd samdægurs.
Siðanefnd fjallaði um málið á fundi 13. maí og 20 maí 2025 og kvað í kjölfarið upp úrskurð.

Málavextir:
Í þætti Kveiks frá 29. apríl var fjallað um starfsemi fyrirtækisins PPP slf. á árunum eftir hrun. Í
kæru segir: „Þann 29. apríl sl. sendi Ríkisútvarpið út þáttinn Kveik þar sem undirritaður var meðal
annars til umfjöllunar. Vinnubrögð starfsmanna Ríkisútvarpsins við vinnslu þáttarins voru
ámælisverð og varða að mati undirritaðs við siðareglur Blaðamannafélags Íslands.“ Ekki er þörf á
að rekja efni kærunnar frekar.

Umfjöllun nefndarinnar:
Í málsmeðferðarreglum Siðanefndar er mælt fyrir um að hver sá sem telur að blaðamaður hafi
brotið siðareglur og á hagsmuna að gæta, geti kært ætlað brot til siðanefndar BÍ en áður skuli hann
leita leiðréttingar hjá kærðum fjölmiðli. Enn fremur skal kæra hafa borist innan tveggja mánaða
frá birtingu umfjöllunar, kæran skal vera skrifleg, kæruefni skal vera afmarkað með augljósum
hætti og þá skal afrit af hinni kærðu umfjöllun, eða hlekkur á hana á vef, fylgja með.
Að mati siðanefndar uppfyllir kæra málsins ekki framangreind formskilyrði. Kæruefni málsins er
ekki skýrt afmarkað, ekki er að sjá að leiðréttingar hafi verið leitað og þá fylgdi ekki með afrit af
kærðri umfjöllun. Af þeim sökum er ekki annað hægt en að vísa málinu frá að svo stöddu.

Úrskurðarorð:
Málinu er vísað frá siðanefnd Blaðamannafélags Íslands.

Reykjavík 22.05.2025
Pálmi Jónasson, formaður
Emma Björg Eyjólfsdóttir
Auðunn Arnórsson
Valgerður Anna Jóhannsdóttir
Jóhann Óli Eiðsson