Mál nr. 9/2024-2025

Kæruefni:
Kærð er umfjöllun Vals Grettissonar í Heimildinni föstudaginn 21. mars undir yfirskriftinni „Sökuð um að hrella minnst níu einstaklinga: „Hann er minn!““ og föstudaginn 28. mars undir yfirskriftinni „Beðið eftir að Íris undirriti nálgunarbann“. Í kærunni segir að í umræddum fréttum hafi allar efnisgreinar siðareglna verið brotnar og í þeim felist meiðyrði, falsfréttaflutningur og mannorðsmorð.

Málsmeðferð:
Kæran barst skrifstofu BÍ 02.04.2025. Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands fékk málið sent samdægurs. Kæran uppfyllti augljóslega ekki málsmeðferðarreglur Siðanefndar og kæranda hefur áður verið gefinn kostur á að lagfæra kæru vegna þess í máli nr. 8 2024-2025 án þess að brugðist væri við því. Siðanefnd afgreiddi málið á fundi 08.04.2025.

Málavextir:
Í kærunni segir að í umræddum fréttum hafi allar efnisgreinar siðareglna verið brotnar og í þeim felist meiðyrði, falsfréttaflutningur og mannorðsmorð. Umfjöllun nefndarinnar: Í málsmeðferðarreglum siðanefndar og sérstöku kærublaði sem kærendur fylla út kemur skýrt fram hvað þurfi að liggja fyrir svo kæra geti verið tekin til umfjöllunar. Kæruefni skal vera afmarkað með augljósum hætti. Kærandi þarf að hafa leitað leiðréttingar hjá viðkomandi miðli. Hann þarf að vera aðili máls eða hafa ríkra hagsmuna að gæta. Kæran þarf að berast innan tveggja mánaða frá birtingu efnisins. Og kærandi þarf að láta hina kærðu umfjöllun fylgja með kærunni. Kæranda hefur áður verið bent á annmarka í kæru (mál nr. 8 2024-2025) án þess að það skilaði tilætluðum 2 árangri. Siðanefnd telur kæruna ekki fullnægja málsmeðferðarreglur við meðferð kæra vegna meintra brota á Siðareglum Blaðamannafélags Íslands og því beri að vísa málinu frá.

Úrskurðarorð:
Málinu er vísað frá Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands.

Reykjavík 08.04.2025
Pálmi Jónasson, formaður
Emma Björg Eyjólfsdóttir
Ásgeir Þór Árnason
Valgerður Anna Jóhannsdóttir
Jóhann Óli Eiðsson