Upplýsingar um orlofshús BÍ sumar 2025

Ekki þarf lengur að sækja lykla á skrifstofu BÍ heldur eru komin lyklabox í öll orlofshús og fá leigjendur talnakóða sendann með tölvupósti fyrir hverja dvöl. Ef eitthvað kemur upp á meðan dvöl stendur í orlofshúsi er hægt að hringja í umsjónarmann en símanúmer umsjónarmanna eru einnig send leigjendum með tölvupósti.

Umsjónarmaður orlofseigna BÍ í Brekkuskógi: Hjördís s. 699 5500

Umsjónarmaður orlofseignar BÍ í Stykkishólmi: Agnar s. 893 7050

Umsjónarmaður orlofseignar BÍ á Akureyri: Bragi V. Bergmann s. 896 8456

Allar leiðbeiningar um umgang og þrif í húsunum er að finna í tölvupóstinum sem leigjendur fá í aðdraganda dvalar sinnar. Við óskum eftir því að félagsfólk fari eftir leiðbeiningum og skilji orlofshúsin eftir hrein fyrir næstu gesti. Í Stykkishólmi er einnig boðið upp á þrifaþjónustu gegn gjaldi en til þess að nýta sér hana er nauðsynlegt að hafa samband við Agnar umsjónarmann að minnsta kosti sólarhring fyrir brottför. Orlofshúsin eru yfirfarin af umsjónarmanni eftir hverja dvöl.

Athygli er vakin á þvi að öll orlofshús félagsins eru fullbókuð í júlí og ágúst.